Fréttir - 2.2.2022 14:59:00

Advania-fólk stórnotendur af rafskutlum

Eftir að starfsfólki Advania bauðst frí afnot af rafskutlum Hopp á vinnutíma, hefur starfsmannaflotinn verið óstöðvandi á skutlunum. Notkunin hefur bara aukist í vetur og einkabílanotkun hefur dregist saman.

Eftir að starfsfólki Advania bauðst frí afnot af rafskutlum Hopp á vinnutíma, hefur starfsmannaflotinn verið óstöðvandi á skutlunum. Notkunin hefur verið mikil í vetur og einkabílanotkun hefur dregist saman. 


Hjá Advania hefur lengi verið leitað leiða til að stuðla að umhverfisvænni ferðamáta starfsfólks. Eins og tíðkast hefur í íslensku samfélagi kemur stór hluti fólks til vinnustaðarins á einkabílnum. Þetta fyrirkomulag er auðvitað alls ekki nógu gott fyrir umhverfið og kallar auk þess á alltof mörg bílastæði þegar starfsmannafjöldinn er um 600. 

Með ýmsum úrræðum og aukinni umhverfisvitund, hefur dregið verulega úr einkabílanotkun á undanförnum árum. Fyrirtækið býður starfsfólki uppá styrki sem til dæmis má nota í strætó, hjólakaup eða aðrar umhverfisvænar leiðir. Samkvæmt starfsmannakönnunum nýtir nú um helmingur starfsmannahópsins vistvæna ferðamáta til og frá vinnu. Ekki síst er það þó sterkri hjólamenningu á vinnustaðnum að þakka.  

Einmitt þess vegna samdi Advania við rafskutluleiguna Hopp um að greiða fyrir afnot starfsfólks af skutlum á vinnutíma. Markmiðið var að sjá hvort enn fleiri væru til í að leggja einkabílnum ef þeim byðist að koma til vinnu á rafknúnum hlaupahjólum. 

Óhætt er að segja að Advania-fólk hafi stokkið á vagninn. Fyrst nokkrir. Svo fleiri. Í ágúst voru Hopp-ferðir starfsfólks um 250. Í september 500. Þó kólna færi í veðri í október voru ferðirnar um 750 og þá sást líka gríðarleg aukning í lengd ferðanna. Örlítið fækkaði ferðunum í nóvember og desember og voru þá ferðir á bilinu 300-500 á mánuði. 

Kristján Patrekur hugbúnaðarsérfræðingur hjá veflausnum Advania er einn af stórnotendum rafskutlanna. „Hopp-hjólin einfalda mér að komast á milli staða. Mér finnst óþægilegt að nota bílinn minn í vinnuna. Ég nenni ekki að vera í umferðinni og nenni ekki að leita að bílastæði. Ég bý í þriggja kílómetra fjarlægð frá vinnunni og er eiginlega sneggri á Hoppi en á bíl. Ég fæ líka að njóta þess að vera úti og fá frískt loft áður en ég mæti á skrifstofuna,“ segir Kristján Patrekur. á Hopp-hjólinu.

Ertu enn að nota skutlurnar í vetrarverðri? „Já, það er allt í lagi að vera úti í kulda en ekki þegar það er klaki. Þó hjólin séu á nagladekkjum þarf maður að fara mjög varlega í hálku.

Fleiri fréttir

Blogg
15.01.2026
Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!
Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.