Fréttir - 26.6.2020 13:52:00

Advania gerir nýjan sjóðfélagavef fyrir Gildi

Veflausnir Advania hafa smíðað nýjan sjóðfélagavef fyrir lífeyrissjóðinn Gildi. Sjóðfélagar hafa nú greiðari aðgang að upplýsingum um réttindi í samtryggingardeild Gildis, inneign í séreignadeild, stöðu lána, réttindi í öðrum lífeyrissjóðum og yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur.

Veflausnir Advania hafa smíðað nýjan sjóðfélagavef fyrir lífeyrissjóðinn Gildi. Sjóðfélagar hafa nú greiðari aðgang að upplýsingum um réttindi í samtryggingardeild Gildis, inneign í séreignadeild, stöðu lána, réttindi í öðrum lífeyrissjóðum og yfirlit yfir iðgjaldagreiðslur.

Veflausnateymi Advania vann að greiningu, kerfishönnun, viðmóts- og grafískri hönnun, forritun og uppsetningu nýja vefsins. Vefurinn er samtengdur við Jóakim lífeyrissjóðskerfið, lífeyrisgátt og skjalavistunarkerfi.

Mikil áhersla var lögð á að tryggja öryggi upplýsinga. Við innskráningu er krafist rafrænna skilríkja eða Íslykils og samningar eru undirritaðir með rafrænu undirritunarlausninni Signet. 

Á nýja sjóðfélagavef Gildis hefur stafræn þjónusta við verið bætt til muna og eru sjóðfélagar hvattir til að nýta sér þær lausnir sem vefurinn býður upp á. Umsóknarferlið hefur verið einfaldað með öflugu umsýslukerfi og betri tengingum við skjöl.

Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst halda þróun sinni á rafrænum lausnum áfram og efla enn frekar stafrænt aðgengi að þjónustu sjóðsins. Mikilvægi stafrænnar þjónustu hefur aldrei verið meira en núna, eins og kom vel í ljós síðustu vikurnar, þegar skerða þurfti beina þjónustu um allt samfélagið vegna útbreiðslu Covid-19.

Innan veflausna Advania starfa 50 sérfræðingar á sviði greiningar, hönnunar og forritunar á rafrænum lausnum og app-þróunar. 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.