Fréttir - 9.12.2021 09:48:00

Advania kaupir félag í Bretlandi

Advania kaupir breska upplýsingatæknifélagið Content+Cloud. Með kaupunum er horft til þess að sérþekking C+C af skýjaþjónustum Microsoft efli Advania verulega og geri félaginu kleift að styðja viðskiptavinavini enn betur á stafrænni vegferð. Eru þetta fyrstu kaup Advania á félögum utan Norðurlanda.


Advania kaupir breska upplýsingatæknifélagið Content+Cloud. Með kaupunum er horft til þess að sérþekking C+C af skýjaþjónustum Microsoft efli Advania verulega og geri félaginu kleift að styðja viðskiptavinavini enn betur á stafrænni vegferð. Eru þetta fyrstu kaup Advania á félögum utan Norðurlanda.


  • Advania hefur keypt breska félagið Content+Cloud Limited af ECI partners og öðrum hluthöfum.


  • Hjá Content+Cloud starfa um 800 manns.


  • Sameinað félag mun velta yfir 150 milljörðum íslenskra króna. Starfsfólk verður um 3500 með sérþekkingu á upplýsingatækni og þjónustu við viðskiptavini á Norðurlöndum og Bretlandi.


  • Content+Cloud er stærsti sjálfstæði þjónustuaðili Microsoft í Bretlandi og einn öflugasti aðilinn á þessu sviði í Norður-Evrópu.


  • Innan raða sameinaðs félags eru 10 einstaklingar sem valdir hafa verið af Microsoft sem Most Valuable Professional og búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á Microsoft-lausnum.

 

Sameinað félag stefnir á að verða eftirsóknarverðasti þjónustuaðili fyrirtækja í Norður-Evrópu í stafrænni vegferð og umbreytingu. Með kaupunum styrkist Advania og getur boðið enn sérhæfðari ráðgjöf um upplýsingatækni. Sameiningin er lyftistöng fyrir starfsfólk Advania sem hefur í breiðara þekkinganet að leita til að sérsníða þjónustu að hverjum viðskiptavini. Markmið félagsins er að skapa einstakt starfsumhverfi og verða besti vinnustaður fólks í upplýsingatækni. Áfram verður unnið að því að veita framúrskarandi þjónustu á forsendum viðskiptavina í dreifstýrðu skipulagi. Mikael Noaksson gegnir áfram starfi forstjóra Advania-samsteypunnar.


Goldman Sachs Bank Europe SE, Sweden Bankfilial og Stephens Europe Limited veittu Advania ráðgjöf við kaupin. Arma Partners voru ráðgjafar Content+Cloud. Goldman Sachs Asset Management-sjóðurinn er áfram meirihlutaeigandi Advania-samsteypunnar. Búist er við að viðskiptin verði frágengin fyrir áramót.



Mynd: Mikael Noaksson er forstjóri Advania-samsteypunnar.

Fleiri fréttir

Blogg
02.12.2025
Í vöruflóru Dell leynist lítið en merkilegt forrit sem þú kannast kannski ekki við. Dell Display and Peripheral Manager (DDPM) er forrit sem gerir þér kleift að stjórna öllum skjáum og jaðartækjum á einum stað. Ef þú hefur ekki skoðað þetta þrælsniðuga forrit, mælum við með að þú gerir það í einum grænum.
Fréttir
28.11.2025
Guðmundur Arnar Sigmundsson netöryggis- og gagnaþróunarstjóri Advania ræddi netsvik í tengslum við afsláttardaga, í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í gær.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.