Fréttir - 20.12.2021 07:48:00

Advania kaupir norskt öryggisfyrirtæki

Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.


Advania hefur keypt norska fyrirtækið Painkiller sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarlausnum á sviði öryggis í upplýsingatækni.

Painkiller var stofnað í Noregi árið 2019 og þar starfa 19 öryggissérfræðingar.

Helsta forgangsmál Advania er að gæta öryggis viðskiptavina sinna. Þörf fyrir þekkingu á upplýsingaöryggi og vörnum gegn stafrænum ógnum, eykst stöðugt. Painkiller hefur sérhæft sig í úttektum og ráðgjöf í öryggismálum. Þau hafa t.a.m. getið sér gott orð fyrir ráðgjöf á sviði veikleikaprófana.
Með kaupunum og sameiningu við Painkiller er Advania enn betur í stakk búið til að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna. Öflugt starfsfólk Painkiller bætist nú í ört vaxandi teymi sérhæfðra öryggissérfræðinga Advania.

Kaupin styrkja Advania á þeirri braut að verða eftirsóknarverðasti samstarfsaðili fyrirtækja um allt sem viðkemur upplýsingatækni.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.