Fréttir - 16.2.2022 11:30:00

Advania stækkar í Finnlandi

Advania hefur fest kaup á finnska upplýsingatæknifyrirtækinu Valtti. Um er að ræða öflugt félag á finnska markaðnum sem sérhæfir sig í rekstrarþjónustu og skýjalausnum.

Advania hefur fest kaup á finnska upplýsingatæknifyrirtækinu Valtti. Um er að ræða öflugt félag á finnska markaðnum sem sérhæfir sig í rekstrarþjónustu og skýjalausnum.

 

Starfsfólk Valtti er um 220 og því eflist starfsemi Advania í Finnlandi til muna. Með liðsaukanum dýpkar einnig og breikkar þjónustframboð fyrirtækisins.

Advania hóf starfsemi í Finnlandi árið 2019 með kaupum á Vintor. Síðan hafa tvö önnur félög verið sameinuð starfseminni. Nú bætist Valtti við og er reiknað með að kaupin verði fullfrágengin á fyrri helmingi ársins. Kaupin eru þó háð samþykki samkeppnisyfirvalda.

Fleiri fréttir

Blogg
15.01.2026
Gervigreind hefur á undanförnum misserum orðið órjúfanlegur hluti af daglegu vinnuflæði á flestum vinnustöðum. Starfsmenn nýta alls konar tól til að auka afköst, skrifa texta, greina gögn og búa til efni – oft án þess að hugsa sig tvisvar um. Þetta getur verið frábært, því rétt notuð getur gervigreind hjálpað fólki að blómstra í starfi!
Blogg
09.01.2026
Í dag hefur aldrei verið jafn mikilvægt fyrir fyrirtæki að skapa sterkt vörumerki og flott myndrænt efni sem nær til viðskiptavina. Eins og mörg fyrirtæki þekkja nú þegar, er Adobe Creative Cloud Pro besta lausnin í verkið.
Blogg
07.01.2026
Eins og allir sannir nördar vita, er tæknisýningin CES í fullum gangi þessa dagana í Las Vegas. Okkar fólk hjá Dell er vitaskuld á staðnum og hefur nú þegar kynnt tvo verulega spennandi hluti.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.