Fréttir - 16.2.2022 11:30:00

Advania stækkar í Finnlandi

Advania hefur fest kaup á finnska upplýsingatæknifyrirtækinu Valtti. Um er að ræða öflugt félag á finnska markaðnum sem sérhæfir sig í rekstrarþjónustu og skýjalausnum.

Advania hefur fest kaup á finnska upplýsingatæknifyrirtækinu Valtti. Um er að ræða öflugt félag á finnska markaðnum sem sérhæfir sig í rekstrarþjónustu og skýjalausnum.

 

Starfsfólk Valtti er um 220 og því eflist starfsemi Advania í Finnlandi til muna. Með liðsaukanum dýpkar einnig og breikkar þjónustframboð fyrirtækisins.

Advania hóf starfsemi í Finnlandi árið 2019 með kaupum á Vintor. Síðan hafa tvö önnur félög verið sameinuð starfseminni. Nú bætist Valtti við og er reiknað með að kaupin verði fullfrágengin á fyrri helmingi ársins. Kaupin eru þó háð samþykki samkeppnisyfirvalda.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.