Nýjasta nýtt - 28.2.2018 10:17:00

Advania styður ungar athafnakonur

Advania er bakhjarl UAK-dagsins, ráðstefnu Ungra athafnakvenna sem haldin verður í Hörpu 10. mars. Ráðstefnan er tileinkuð ungum konum í íslensku atvinnulífi og er ætluð til að minna stjórnendur fyrirtækja á krafta velmenntaðra og reynslumikilla kvenna. Félagið Ungar athafnakonur telur brýnt að hnykkja á mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa hóps í atvinnulífinu. Styrkja þurfi stöðu og framtíð ungra kvenna á vinnumarkaði og auka hlut þeirra í stjórnunarstöðum.

Advania er bakhjarl UAK-dagsins, ráðstefnu Ungra athafnakvenna sem haldin verður í Hörpu 10. mars. Ráðstefnan er tileinkuð ungum konum í íslensku atvinnulífi og er ætluð til að minna stjórnendur fyrirtækja á krafta velmenntaðra og reynslumikilla kvenna. Félagið Ungar athafnakonur telur brýnt að hnykkja á mikilvægi þess að hlustað sé á kröfur þessa hóps í atvinnulífinu. Styrkja þurfi stöðu og framtíð ungra kvenna á vinnumarkaði og auka hlut þeirra í stjórnunarstöðum.

Ungar athafnakonur er félagsskapur sem vill vinna að jafnrétti og hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Konurnar eiga það sameiginlegt að vilja ná langt í atvinnulífinu og vilja útrýma þeim vanda sem ungar konur standa frammi fyrir á vinnumarkaði. Félagið er vettvangur fyrir konur til að hlúa að styrkleikum sínum, fræða hver aðra og eflast. Með reglulegum viðburðum er leitast við að fylla félagskonur eldmóði. Myndast hefur hvetjandi félagsskapur sem vinnur að því að auka áhrif kvenna í atvinnulífinu.

„UAK-dagurinn er mikilvæg ráðstefna því við tökum fyrir hin ýmsu málefni sem við teljum mikla þörf að vekja athygli á, ekki bara fyrir félagskonur heldur allt ungt fólk, stjórnmálamenn og áhrifafólk í íslensku atvinnulífi,“ segir Elísabet Erlendsdóttir stjórnarkona UAK.

Forsetafrúin Eliza Reid setur ráðstefnuna og meðal fyrirlesara eru Alda Karen Hjaltalín og Halla Tómasdóttir.

Á myndinni eru Sesselía Birgisdóttir markaðsstjóri Advania og Elísabet Erlendsdóttir stjórnarkona UKA. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.