Nýjasta nýtt - 26.4.2018 14:22:00

Advania verður bakhjarl KSÍ

Landsliðið í upplýsingatækni leggur Knattspyrnusambandi Íslands lið.

Guðni Bergsson formaður Knattspyrnusambands Íslands og Ægir Már Þórisson forstjóri Advania, undirrituðu í dag rafrænan samning um að Advania verði einn sex af bakhjörlum KSÍ. Advania og KSÍ hafa átt náið samstarf í mörg ár og með bakhjarlasamningnum er stefnt að enn meiri samvinnu næstu þrjú árin.

Advania hefur smíðað nýja heimasíðu fyrir KSÍ sem opnuð var á dögunum en þar hefur aðgengi að tölfræðiupplýsingum úr gagnagrunni KSÍ verið stórbætt. Advania hefur einnig smíðað nýtt og öflugt mótakerfi með yfirliti yfir mótaupplýsingar allra fótboltaiðkenda í landinu sem aðgengilegt er á vefnum.
Spennandi og annasamir tímar eru framundan hjá Knattspyrnusambandinu, meðal annars vegna þátttöku A-landsliðs karla á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Advania vill auðvelda úrlausn á þeim fjölmörgu flóknu tæknimálum sem Knattspyrnusambandið stendur frammi fyrir og gera því kleift að einbeita sér að sínu sérsviði, fótbolta. Landsliðið í upplýsingatækni ætlar veita sambandinu framúrskarandi þjónustu og sjá til þess að tæknimálin gangi vel.

„Við erum stolt af því að stíga af fullum þunga inn í verkefnin með Knattspyrnusambandinu og efla það með bættri upplýsingatækni. Það er sönn ánægja að geta stutt við starfsemi okkar færustu knattspyrnuiðkenda í karla- og kvennalandsliðunum. Ekki síst fögnum við því að stuðningurinn nýtist til að efla grasrótarstarfið sem unnið er um allt land. Upplýsingatæknin verður sífellt mikilvægari í starfsemi aðildarfélaga KSÍ og við vonumst til að okkar stuðningur auðveldi þeim verkin,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

„Við höfum átt farsælt samstarf við Advania í gegnum tíðina og erum ánægð með að geta styrkt samstarfið enn frekar. Fótboltinn kallar á sífellt meiri upplýsingatækni, í þjálfun, mótshaldi og umstangi við ferðalög iðkenda. Það er ómetanlegt að hafa aðgengi að öflugu fagfólki í þessum efnum,“ segir Guðni Bergsson formaður Knattspyrnusambands Íslands.

Mynd: Guðni Bergsson formaður KSÍ og Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.