Nýjasta nýtt - 13.3.2019 10:46:00

Akureyrarbær semur við Advania

Akureyrarbær hefur samið við Advania um að hýsa og reka upplýsingakerfi bæjarins næstu fimm árin.

Akureyrarbær hefur samið við Advania um að hýsa og reka upplýsingakerfi bæjarins næstu fimm árin.

Samningurinn var gerður eftir örútboð Ríkiskaupa þar sem tilboð Advania varð fyrir valinu. Möguleiki er á að framlengja samninginn til þriggja ára. Advania varð einnig hlutskarpast í síðasta útboði um verkið og hefur því veitt Akureyrarbæ hýsingar- og rekstrarþjónustu síðan 2014.

Nýji samningurinn felur Advania að hýsa áfram og reka allt miðlægt umhverfi Akureyrarbæjar. Fyrirtækið þjónustar einnig notendur upplýsingakerfanna sem eru um 2000 starfsmenn sveitarfélagsins.

Advania hefur fjárfest í innviðum til þess að geta veitt sérhæfða þjónustu á sviði hýsingar og reksturs upplýsingakerfa. Með þeim hætti getur fyrirtækið tryggt uppitíma og stöðugleika í rekstri kerfanna.

Á myndinni eru þau Ægir Már Þórisson forstjóri Advania og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.