Nýjasta nýtt - 5.12.2017 14:30:00

Aukin umsvif Advania í Noregi

Advania eykur umsvif sín með aðkomu að nýrri viðskiptalausn fyrir Felleskjøpet, leiðandi birgja í landbúnaðarvörum í Noregi. Felleskjøpet er samvinnufélag í eigu 44 000 bænda. Það hyggst nú færa framtíðarviðskipti sín í Dynamics 365 umhverfið.

Advania eykur umsvif sín með aðkomu að nýrri viðskiptalausn fyrir Felleskjøpet, leiðandi birgja í landbúnaðarvörum í Noregi. Felleskjøpet er samvinnufélag í eigu 44 000 bænda. Það hyggst nú færa framtíðarviðskipti sín í Dynamics 365 umhverfið.

Felleskjøpet er markaðsráðandi í viðskiptum með landbúnaðarvörur í Noregi. Félagið veltir um 188 milljörðum króna á ári og er með meira en 3150 starfsmenn. 

Á dögunum gerði Felleskjøpet stóran samning við norska hugbúnaðarfyrirtækið iStone um þróun á nýrri viðskiptalausn. Verkefnið er gríðarlega umfangsmikið og felur í sér að viðskipti Felleskjøpet byggi á skýjalausninni Dynamics 365 frá Microsoft. Samningurinn snýst um margra ára samvinnu iStone, Advania og Felleskjøpet.

Advania og iStone hafa áður átt farsælt samstarf um viðskiptalausnir og því var Advania fengið til að sjá um innleiðingu viðskiptakerfisins fyrir Felleskjøpet.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.