Fréttir - 29.4.2021 09:51:00

Bætt afkoma hjá Advania

Árið 2020 var gott ár í rekstri Advania þrátt fyrir þær óvenjulegu áskoranir sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér. Tekjur fyrirtækisins drógust lítillega saman milli ára en afkoma batnaði verulega.

Árið 2020 var gott ár í rekstri Advania þrátt fyrir þær óvenjulegu áskoranir sem heimsfaraldurinn hafði í för með sér. Tekjur fyrirtækisins drógust lítillega saman milli ára en afkoma batnaði verulega.

Í upphafi síðasta árs fékk Advania skyndilega ný og krefjandi verkefni upp í hendurnar. Vegna faraldursins þurftu vinnustaðir landsins aðstoð fyrirtækisins við að koma upp fjarvinnulausnum og heimatengingum. Advania var framhaldsskólum innan handar við að halda úti fjarnámi og aðstoðaði fyrirtæki og opinberar stofnanir við að auka stafræna þjónustu.


„Upplýsingatæknin reyndist órjúfanlegur þáttur í að halda samfélaginu gangandi og án hennar hefði atvinnulífið varla verið starfhæft. Mikið mæddi á framlínuþjónustu fyrirtækisins á árinu og var einhugur meðal starfsfólks um að standa þétt við bakið á viðskiptavinum okkar í gegum þessar miklu breytingar. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá mörg ný fyrirtæki bætast í hóp þeirra sem nýta sér alrekstrarþjónustu Advania. Heimsfaraldurinn hafði hins vegar óhjákvæmleg áhrif á viðskiptavini okkar sem margir hverjir þurftu að fresta verkefnum og halda sér höndum. Eftir erfitt ár erum við ánægð með árangurinn,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

Þrátt fyrir lækkun á heildartekjum á árinu þá skilaði fyrirtækið auknum rekstrarhagnaði. Þar spilaði inn í lækkun á ýmsum reglulegum kostnaði en ekki síður samstillt átak starfsfólks á þessum óvenjulega tíma.


  • Tekjur Advania námu 15,1 milljarði króna árið 2020 og drógust saman um 2% frá 2019.

 

  • Rekstrarhagnaður (EBIT) jókst um 29% milli ára, var 959 milljónir króna en 741 milljónir króna árið 2019.

 

  • Heildahagnaður hækkaði um 26% milli ára, var 614 milljónir króna en 486 milljónir króna árið 2019. 

 


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.