Blogg, businesscentral.advania.is - 29.11.2021 12:23:00

Brúin úr Nav yfir í skýið

Fyrir fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér næstu skrefum í uppfærslu á eldri NAV útgáfum þá mælum við hjá Advania eindregið með því að Business Central skýjaútgáfan sé skoðuð, bæði m.t.t. þess hagræðis sem skapast í kringum rekstur og viðhald kerfisins en sömuleiðis m.t.t. þeirra gátta sem opnast fyrir samþættingu við aðrar virðisaukandi lausnir og þjónustu í Microsoft skýinu.

Fyrir fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér næstu skrefum í uppfærslu á eldri NAV útgáfum þá mælum við hjá Advania eindregið með því að Business Central skýjaútgáfan sé skoðuð, bæði m.t.t. þess hagræðis sem skapast í kringum rekstur og viðhald kerfisins en sömuleiðis m.t.t. þeirra gátta sem opnast fyrir samþættingu við aðrar virðisaukandi lausnir og þjónustu í Microsoft skýinu.


Auðunn Stefánsson, forstöðumaður hjá viðskiptalausnum Advania, skrifar:

Við höfum á undanförnum mánuðum átt fjölda samtala við áhugasöm fyrirtæki um skýjavegferð Microsoft fyrir Business Central. Það hefur verið mjög áhugavert og skemmtilegt að ræða þessa vegferð við NAV viðskiptavini og margir horfa til þess að færa sig yfir í skýjaútgáfu Business Central. 



Skýr vegferð Business Central

Eins og þekkt er orðið hefur Business Central, áður NAV, heldur betur sótt í sig veðrið sem fullmótuð skýjalausn. Nú er svo komið að Advania hefur innleitt Business Central í skýjaútgáfu Microsoft fyrir um 70 fyrirtæki. Mörg þessara fyrirtækja hafa keyrt eldri útgáfur af NAV í mörg ár þar sem hefðbundið er að uppfæra í nýjar útgáfur á 3ja til 5 ára fresti. Þetta landslag er óðum að hverfa þar sem segja má að með því að uppfæra í skýjaútgáfu Busienss Central sé um síðustu „stóru“ uppfærsluna að ræða. Ástæðan er einfaldlega sú að í Business Central skýjaútgáfunni eru fyrirtæki alltaf í nýjustu útgáfu lausnarinnar þar sem Microsoft uppfærir Business Central í hverjum mánuði.

Fyrir þau fyrirtæki sem eru að velta fyrir sér næstu skrefum í uppfærslu á eldri NAV útgáfum þá mælum við hjá Advania eindregið með því að Business Central skýjaútgáfan sé skoðuð, bæði m.t.t. þess hagræðis sem skapast í kringum rekstur og viðhald kerfisins en sömuleiðis m.t.t. þeirra gátta sem opnast fyrir samþættingu við aðrar virðisaukandi lausnir og þjónustur í Microsoft skýinu.

 

Tilboð til NAV viðskiptavina

Microsoft hefur útbúið sérstakan tilboðspakka (Dynamics Cloud Migration Promo) fyrir þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að færa sig yfir í skýjaútgáfu Business Central. Tilboðið gildir fyrir fyrirtæki sem eru annað hvort með NAV/Business Central eignarleyfi á uppfærslu eða NAV/Business Central áskriftarleyfi sem eru hýst í umhverfi sem þjónustuaðilar NAV eru að reka. Tilboðið veitir viðskiptavinum 40% afslátt af mánaðargjöldum í allt að 36 mánuði. Tilboð þetta gildir til 30. júní 2023, þ.e. fyrirtæki geta stofnað samning með þessum kjörum fram til þessa dags. Ekki er þörf á að vera búin að uppfæra í skýjaútgáfu þegar skýjaáskriftin tekur gildi því fyrirtæki mega keyra eldri útgáfu áfram á meðan yfirfærsluverkefni stendur.

 

Hvernig getur Advania hjálpað þínum vinnustað „yfir brúna“ í Business Central?

Advania hefur gripið skýjavegferð Business Central föstum tökum frá upphafi, við höfum nú þegar fengið vottun frá Microsoft fyrir 23 vörur sem uppfærast samhliða stöðugum uppfærslum Microsoft á Business Central, sjá nánar yfirlit yfir vörur Advania fyrir Business Central á Business Apps – Microsoft AppSource. Hér er um að ræða lausnir eins og tengingar við viðskiptabankana á Íslandi, sending og móttaka rafrænna reikninga, samþykkt reikninga og margt fleira. Sömuleiðis höfum við útbúið tilbúnar gagnakeyrslur til auðvelda flutning úr NAV yfir í Business Central.

Teymi okkar í viðskiptalausnum hjá Advania, sem samanstendur af um 100 ráðgjöfum með víðtæka þekkingu á viðskiptakerfum og ferlum þeim tengdum, er til þjónustu reiðubúið ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á að innleiða Business Central í skýinu.

Ég hvet áhugsama til að hafa samband við mig til að fá nánari upplýsingar um Business Central skýjaútgáfuna.

Auðunn Stefánsson
Forstöðumaður hjá viðskiptalausnum

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.