Nýjasta nýtt - 20.12.2017 13:50:00

Eyjólfur Magnús leiðir sókn Advania Data Centers

Advania Data Centers eru í stórsókn og hefur starfsemin vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Eyjólfur Magnús Kristinsson er nýr forstjóri fyrirtækisins og mun stýra áframhaldandi uppbyggingu.

Advania Data Centers eru í stórsókn og hefur starfsemin vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Eyjólfur Magnús Kristinsson er nýr forstjóri fyrirtækisins og mun stýra áframhaldandi uppbyggingu.

Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra rekstrarlausnasviðs Advania frá árinu 2010 og samhliða því leitt starfsemi gagnaveranna frá 2011. Í ljósi mikils vaxtar Advania Data Centers snýr Eyjólfur Magnús sér nú alfarið að rekstri þeirra. Sigurður Sæberg Þorsteinsson hefur tekið til starfa sem framkvæmdastjóri rekstrarlausnasviðs Advania.

Ársvelta Advania Data Centers hefur tífaldast á þremur árum og viðskiptasamningar gefa fyrirheit um að veltan þrefaldist á næsta ári.

„Advania Data Centers hafa þróast hratt úr tilraunaverkefni í að verða eitt af 100 stærstu fyrirtækjum landsins. Í gagnaverunum felast meiriháttar tækifæri, ekki aðeins fyrir fyrirtækið heldur einnig íslenskt þekkingarsamfélag. Mér finnst spennandi að leiða starfsemina áfram og takast á við þær áskoranir sem bíða okkar,” segir Eyjólfur Magnús.

Í gagnaverunum er hægt að fá aðgengi að tölvuafli til lengri eða skemmri tíma og sérfræðiþjónustu við ofurtölvur (High Performance Computing).

Ofurtölvur Advania Data Centers búa yfir gríðarlegu afli og leysa flókin tölfræðileg úrlausnarefni. Ýmsar atvinnugreinar sækjast í auknu mæli eftir að gera sína útreikninga í gagnaverunum, svo sem bílaframleiðendur, veðurstofur og tryggingafélög. Ofurtölvur Advania Data Centers hafa meðal annars verið notaðar í byltingakenndum læknisfræðirannsóknum í samstarfi við læknadeild Stanford háskóla. Sérfræðingar gagnaveranna aðstoða hugbúnaðar- og vélbúnaðarframleiðendur, og rannsóknarteymi við framkvæmd verkefnanna.

„Þrátt fyrir að kjarnastarfsemi fyrirtækisins felist í rekstri gagnavera, þá lítum við á okkur sem tæknifyrirtæki sem býður framúrskarandi sérfræðiþjónustu. Um 35 starfsmenn starfa hjá Advania Data Centers í dag og ég býst við að þeir verði orðnir 50 á næsta ári,” segir Eyjólfur Magnús.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.