Nýjasta nýtt - 23.11.2017 16:31:00

Gagnaveita Reykjavíkur veitir framúrskarandi þjónustu

Gagnaveita Reykjavíkur hlaut á dögunum tvenn verðlaun á stærstu háhraðaráðstefnu heims, fyrir þjónustuna Ein heimsókn. App sem smíðað er í OutSystems með aðstoð Advania, leikur stórt hlutverk í þjónustunni.

Gagnaveita Reykjavíkur hlaut á dögunum tvenn verðlaun á stærstu háhraðaráðstefnu heims, fyrir þjónustuna Ein heimsókn. App sem smíðað er í OutSystems með aðstoð Advania, leikur stórt hlutverk í þjónustunni.
Ein heimsókn er þjónusta Ljósleiðarans sem felur í sér að starfsmaður Gagnaveitunnar græjar uppsetningu og ljósleiðarasamband með einni heimsókn á heimili notanda.

„Rafrænir ferlar eru gríðarlega mikilvægir í þjónustu Ljósleiðarans. Því fengum við aðstoð Advania við að gera sérstakt app fyrir starfsmenn okkar sem sjá um uppsetningar Ljósleiðarans í heimahúsum. Nú fá tæknimenn okkar pöntun beint í spjaldtölvuna um leið og fjarskiptafyrirtækið sendir hana. Fjarskiptafyrirtækið fær tilkynningu um leið og verki er lokið. Starfsmaður vistar myndir af frágangi í appinu og hann getur virkjað tengingu með einni skipun. Viðskiptavinur og fjarskiptafyrirtækið fá svo samantekt með myndum á PDF formi við verklok. Það er óhætt að segja að þessi frábæra vinna Advania við gerð appsins sé einn af lykilþáttum þessarar þjónustu,“ segir Valur Heiðar Sævarsson markaðsstjóri Gagnaveitu Reykjavíkur.

„Sú krafa að hugbúnaðarþróun taki stuttan tíma án þess að gæðum sé fórnað verður æ háværari. OutSystems þróunarumhverfi er einmitt svar við þessir kröfu, að geta verið snöggur að þróa lausnir án þess að draga úr kröfum um gæði. Hugbúnaðarþróun í þessu umhverfi tekur aðeins 20-25 % af tímanum við hefðbundna forritunarvinnu, hvort sem um er að ræða stærri kerfi eða svokölluð öpp,“ segir Gísli Ragnar Ragnarsson forstöðumaður sölu á hugbúnaðarlausnum Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.