Nýjasta nýtt - 23.5.2018 19:32:00

Gott ár hjá Advania

Stöðugur vöxtur á öllum markaðssvæðum og umtalsverð aukning á tekjum og hagnaði á árinu 2017.

Stöðugur vöxtur á öllum markaðssvæðum og umtalsverð aukning á tekjum og hagnaði á árinu 2017.

• Tekjur jukust um 60% milli ára, frá SEK 1.747m árið 2016 í SEK 2.804m árið 2017
• EBITDA jókst um 59% milli ára, frá SEK 162m árið 2016 í SEK 258m árið 2017

„2017 var ár mikilla framfara. Við héldum áfram að vaxa og auka arðsemina í Svíþjóð sem er stærsta markaðssvæði okkar. Við jukum markaðshlutdeild okkar og umsvif á Íslandi og bættum framlegðina. Áherslubreytingar voru gerðar í Noregi þar sem Microsoft 365 var sett í forgang. Það skilaði okkur aukinni sölu og algjörum viðsnúningi í rekstri. Áhersla á þjónustu við viðskiptavini hefur veitt Advania samkeppnisforskot í síbreytilegu umhverfi upplýsingatækninnar. Við erum staðráðin í að halda þeirri þróun áfram á komandi árum,” segir Gestur Gestsson forstjóri.

Ársskýrsla Advania fyrir árið 2017 er aðgengileg á ensku og sænsku á www.advania.com/about#annualreport 

 

 


Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.