Fréttir - 25.5.2020 00:44:00

HP tölvur nú hjá Advania

Advania og HP hafa gert með sér samstarfssamning um að Advania hefji sölu á tölvubúnaði frá HP. HP er einn stærsti tölvuframleiðandi í heimi og nú fæst breið vörulína af far- og borðtölvum hjá Advania.

Advania og HP hafa gert með sér samstarfssamning um að Advania hefji sölu á tölvubúnaði frá HP. HP er einn stærsti tölvuframleiðandi í heimi og nú fæst breið vörulína af far- og borðtölvum hjá Advania.

Viðskiptavinir geta því gert ítarlegan samanburð á eiginleikum tölvubúnaðar í vefverslun Advania og fundið vörur sem mæta þeirra þörfum, óháð framleiðanda. Í vefversluninni er einnig gríðarstórt úrval frá Dell.

Advania er einn stærsti samstarfsaðili HP í Skandinavíu og hafa fyrirtækin unnið saman um langa hríð í Svíþjóð og Danmörku. Nú nær samstarfið einnig til Íslands og því getur Advania nú boðið fyrirtækjum og stofnunum hér á landi HP búnað á samkeppnishæfu verði.

„Markmið Advania er að reka bestu fyrirtækjavefverslun landsins og vörur frá HP gera hana enn betri. Við bjóðum viðskiptavinum upplýsingatækniþjónustu þar sem rekstrarábyrgð er alfarið í okkar höndum og greitt er fast gjald á hvern notanda eða tæki. Viðskiptavinir vilja hafa val um tölvubúnað og það er frábært að geta boðið þeim vörur frá bæði HP og Dell, tveimur stærstu tölvuframleiðendum í heimi,“ segir Sigurður Sæberg Þorsteinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania.

Frá því Advania lokaði verslun sinni í Guðrúnartúni og flutti hana alfarið í stafræna heima, hefur veltan og aðsóknin margfaldast. Vefverslun Advania er orðin ein stærsta tölvuvefverslun á landinu. Þar hafa viðskiptavinir yfirlit yfir viðskiptasögu sína, fyrri búnaðarkaup og sérkjör.


Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.