Fréttir - 22.01.2020

Hagvangur í samstarf við 50skills og Advania

Hagvangur hefur samið um að nota hugbúnað frá 50skills til að auglýsa laus störf og vinna úr umsóknum. Advania er samstarfs- og þjónustuaðili 50skills á Íslandi.

Hagvangur hefur samið um að nota hugbúnað frá 50skills til að auglýsa laus störf og vinna úr umsóknum. Advania er samstarfs- og þjónustuaðili 50skills á Íslandi. 

Með samstarfinu getur Hagvangur stórbætt þjónustu við viðskiptavini. Atvinnuauglýsingar fá meiri dreifingu og auðveldara verður fyrir Hagvang að para tugi þúsunda Íslendinga á atvinnuskrá Hagvangs við lausar stöður.

Ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Fyrirtækið þjónustar árlega hundruði viðskiptavina við ráðningar, ráðgjöf, persónuleika- og hæfnipróf og margt fleira. 
50skills er leiðandi á Íslandi í þróun og þjónustu á hugbúnaðarlausnum sem snúa að birtingu starfsumsókna, úrvinnslu umsækjanda og virkjun starfsfólks. Tugir af stærstu vinnuveitendum á Íslandi nýta 50skills. Hjá mannauðslausnum Advania starfa um 50 sérfræðingar með það að markmiði að aðstoða mannauðsdeildir og stjórnendur við að halda utan um ráðningarferilinn í heild sinni.

„Hagvangur, sem verið hefur leiðandi á sviði ráðninga á Íslandi, hefur fundið vel fyrir þeirri stafrænu vegferð sem hefur átt sér stað á undanförnum árum og þeim auknu kröfum sem gerðar hafa verið til allrar þjónustu. Með samstarfi við 50skills og Advania á Íslandi er Hagvangur að koma til móts við þessa þróun og gera alla þjónustu við viðskiptavini einfaldari og hraðvirkari. Við hjá Hagvangi teljum að samstarfið við 50skills geri okkur kleift að takast á við þær áskoranir sem framundan eru í stafrænu umhverfi og vera áfram leiðandi aðili á sviði ráðninga á Íslandi,“ segir Geirlaug Jóhannsdóttir, einn eigenda Hagvangs.

„Við erum afar stolt að leiðandi ráðningarstofa á borð við Hagvang hafi eftir ítarlegt matsferli ákveðið að velja 50skills fyrir birtingar og úrvinnslu gagna á umsóknum. Á síðustu árum höfum við einbeitt okkur að því að mæta þörfum þeirra sem koma að ráðningum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að einfalda hvernig birta megi störf, vinna úr umsóknum og virkja starfsfólk á vinnustaðnum. Markmiðið er að tæknilausnin spari tíma og auki skilvirkni, sem og að veita góða yfirsýn með gögnum, til að auðvelda stjórnendum og ráðgjöfum að taka upplýstar ákvarðanir,“ segir Kristján F. Kristjánsson, framkvæmdastjóri 50skills. 

Fleiri fréttir

Fréttir
28.05.2025
Advania hlaut í dag Sjálfbærniásinn 2025 í flokki upplýsingatæknifyrirtækja á Íslandi. Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania tók við viðurkenningunni ásamt Þóru Rut Jónsdóttur forstöðumanns sjálfbærni og umbóta hjá Advania.
Blogg
22.05.2025
Meraki er stjórnunarkerfi í skýinu fyrir netbúnað. Með því geta fyrirtæki og stofnanir fylgst með og stjórnað WiFi netum, netbeinum, öryggiskerfum og fleiru í gegnum einfalt stjórnborð á netinu. En af hverju ætti þinn vinnustaður að íhuga Cisco Meraki?
Blogg
20.05.2025
Það var líf og fjör í höfuðstöðvum Advania í Guðrúnartúni þegar boðað var til morgunverðarfundar í samstarfi við skjáframleiðandann iiyama.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.