27.01.2022

Hvað eiga stafrænir leiðtogar að gera?

Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga enn í mótun á mörgum vinnustöðum.

Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga er enn í mótun á mörgum vinnustöðum. 

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa síðustu ár ráðið til sín fólk til að fara fyrir stefnumótun og stafrænni umbreytingu. En stafræn umbreyting krefst meiri fjárfestingar en að ráða til sín leiðtoga, hlúa þarf að grunnstoðum og ferlum innan vinnustaðanna.

Advania hefur staðið fyrir greiningu á helstu áskorunum stafrænna leiðtoga í ýmsum geirum sem farið var yfir á fundinum. Þá ræddu sérfræðingar Advania, þau Valeria Rivina, Sigurður Sæberg Þorsteinsson og Hólmfríður Rut Einarsdóttir, um hvernig nýta megi krafta stafrænna leiðtoga og virkja hlutverk þeirra í kjarnastarfsemi fyrirtækja.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: 

Fleiri fréttir

Blogg
25.04.2025
Sveigjanleiki gerir okkur ekki aðeins kleift að styðja starfsfólk okkar heldur skilar sér í aukinni framleiðni, lægri starfsmannaveltu og sterkari tengslum á vinnustaðnum. Þetta er stefna sem sýnir að við leggjum áherslu á fólk, en um leið er hún mikilvæg fjárfesting í framtíð fyrirtækisins. Þegar starfsfólk upplifir raunverulegan stuðning og skilning, verður það ekki aðeins ánægðara heldur leggur sitt af mörkum með meiri ástríðu og skuldbindingu.
Blogg
22.04.2025
Við hjá Advania erum stolt af því að tilkynna að við höfum verið valin sem Elite samstarfsaðili Genesys sem setur okkur í hóp með fáum útvöldum um heim allan.
Blogg
16.04.2025
Fáðu aukna yfirsýn og taktu upplýstari ákvarðanir með viðskiptagreindarskýrslum. Berglind Lovísa Sveinsdóttir skrifar um H3 gagnavöruhúsið, OLAP tenginga og gagnleg námskeið.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.