Fréttir - 27.1.2022 16:27:00

Hvað eiga stafrænir leiðtogar að gera?

Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga enn í mótun á mörgum vinnustöðum.

Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga er enn í mótun á mörgum vinnustöðum. 

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa síðustu ár ráðið til sín fólk til að fara fyrir stefnumótun og stafrænni umbreytingu. En stafræn umbreyting krefst meiri fjárfestingar en að ráða til sín leiðtoga, hlúa þarf að grunnstoðum og ferlum innan vinnustaðanna.

Advania hefur staðið fyrir greiningu á helstu áskorunum stafrænna leiðtoga í ýmsum geirum sem farið var yfir á fundinum. Þá ræddu sérfræðingar Advania, þau Valeria Rivina, Sigurður Sæberg Þorsteinsson og Hólmfríður Rut Einarsdóttir, um hvernig nýta megi krafta stafrænna leiðtoga og virkja hlutverk þeirra í kjarnastarfsemi fyrirtækja.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: 

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.