Fréttir - 27.01.2022

Hvað eiga stafrænir leiðtogar að gera?

Met þátttaka var á veffundi Advania um hlutverk og vægi stafrænna leiðtoga. Fundurinn fór fram á dögunum en hátt í 600 manns fylgdust með honum og tóku þátt í umræðum. Augljóst er af viðbrögðunum að dæma, að hlutverk stafrænna leiðtoga er enn í mótun á mörgum vinnustöðum. 

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa síðustu ár ráðið til sín fólk til að fara fyrir stefnumótun og stafrænni umbreytingu. En stafræn umbreyting krefst meiri fjárfestingar en að ráða til sín leiðtoga, hlúa þarf að grunnstoðum og ferlum innan vinnustaðanna.

Advania hefur staðið fyrir greiningu á helstu áskorunum stafrænna leiðtoga í ýmsum geirum sem farið var yfir á fundinum. Þá ræddu sérfræðingar Advania, þau Valeria Rivina, Sigurður Sæberg Þorsteinsson og Hólmfríður Rut Einarsdóttir, um hvernig nýta megi krafta stafrænna leiðtoga og virkja hlutverk þeirra í kjarnastarfsemi fyrirtækja.

Upptöku af fundinum má nálgast hér: 

Efnisveita

Hingað til hefur þótt bæði dýrt og tímafrekt að skipta yfir í nýtt bókhaldskerfi en sú er ekki lengur raunin.
Advania hlaut á dögunum verðlaun frá DynamicWeb fyrir að sameina fimm vefverslanir S4S og færa í svokallaðan hauslausan strúktúr. Verkefnið var valið besta veflausn ársins á heimsvísu en um 600 tilnefningar bárust frá samstarfsaðilum DynamicWeb. Lausnin  hefur fært S4S margvíslegan ávinning.
Frá og með 23. september tekur gildi ný gjaldskrá Advania sem felur í sér einföldun á útseldum töxtum hjá félaginu.
Mikið hefur farið fyrir umræðu um svokallaða headless vefþróun undanfarið. Hér verður fjallað um þetta hauslausa fyrirbæri, hvað það þýði og af hverju það er sniðugt.
Haustboðinn ljúfi, Haustráðstefna Advania hefst á fimmtudaginn klukkan níu. Það er því ekki úr vegi að fara yfir ráð sem gott er að hafa í huga til að fá sem mest úr ráðstefnunni.
Ekki láta stærstu tækniráðstefnu landsins fram hjá þér fara.