Nýjasta nýtt - 21.2.2018 14:59:00

Innbrot á framkvæmdasvæði Advania Data Centers

Innbrot var framið í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnaver Advania á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu, og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað.

Innbrot var framið í nýbyggingu á framkvæmdasvæði við gagnaver Advania á Fitjum í Reykjanesbæ um miðjan janúar. Nokkrir menn brutust inn í álmu í gagnaverinu sem ekki var tilbúin að fullu, og höfðu á brott verðmætan tækjabúnað. Ekki var um að ræða búnað sem geymir gögn og því var aðeins um fjárhagslegt tjón að ræða.
Atvikið náðist á öryggismyndavélar og er ljóst að um þaulskipulagðan verknað er að ræða.

Fjölmennt lið lögreglunnar á Suðurnesjum hefur farið með rannsókn málsins. Telur hún málið tengjast tveimur öðrum innbrotum sem framin voru skömmu áður, þar sem samskonar tækjabúnaði var stolið. Nokkrir menn hafa verið handteknir grunaðir um aðild að málinu og hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Er málið rannsakað sem skipulögð glæpastarfsemi

Að ósk lögreglu var ekki unnt að upplýsa um innbrotið fyrr en nú.
Margþætt öryggi er á gagnaverunum Advania og hefur það verið aukið enn frekar eftir innbrotið á Fitjum.


Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.