Fréttir - 3.2.2021 14:47:00

InsightSoftware velur Advania samstarfsaðila ársins 2020

InsightSoftware / Jet Global hefur valið Advania samstarfsaðila ársins 2020 á Norðurlöndunum. Árangurinn byggir á faglegum áherslum við að bjóða notendum Microsoft Dynamics skýrslu- og viðskiptagreiningartólin Jet Reports og Jet Analytics, samkvæmt tilkynningu frá InsightSoftware.

InsightSoftware / Jet Global hefur valið Advania samstarfsaðila ársins 2020 á Norðurlöndunum. Árangurinn byggir á faglegum áherslum við að bjóða notendum Microsoft Dynamics skýrslu- og viðskiptagreiningartólin Jet Reports og Jet Analytics, samkvæmt tilkynningu frá InsightSoftware. 


Advania hefur unnið ötullega að því að kynna Jet-lausnirnar fyrir Microsoft Dynamics-notendum með það fyrir augum að auðvelda þeim yfirsýn yfir reksturinn. Lausnirnar gera notendum kleift að nálgast gögn úr Microsoft Dynamics og birta þau á auðskiljanlegan máta. Lausnirnar eru einfaldar í notkun og innleiðing hröð með tilbúnum greiningarskýrslum og mælaborðum sem er meðal annars hægt að birta í Excel eða Power BI. 

Samstarf Advania við InsightSoftware / Jet Global hófst af krafti í byrjun ársins 2020 og síðan þá hafa sjö viðskiptavinir Advania tekið Jet-lausnirnar í notkun. Fjölmörg fyrirtæki hefja notkun á tólinu á næstu vikum. 

Samstarfsviðurkenningin er einnig veitt fyrir pakka sem Advania útbjó fyrir notendur Dynamics NAV eða Dynamics Business Central skýjalausninni og þurfa einfalda og ódýra lausn sem tekur stuttan tíma að innleiða. Pakkinn er settur upp á einum degi og viðskiptavinir geta þá í lok dags fengið tilbúnar skýrslur sem fylgja með lausninni. 

 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.