Nýjasta nýtt - 20.10.2017 09:12:00

Katrín Olga Jóhannesdóttir og Vesa Suurmunne ný í stjórn Advania

Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fædd 1962. Hún er formaður Viðskiptaráðs, situr í stjórn Icelandair Group og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingafélags, er varaformaður Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Katrín Olga sat áður í bankaráði Seðlabankans, í stjórn Ölgerðinnar, Já, IcePharma og fleiri fyrirtækja.

Katrín Olga Jóhannesdóttir, er fædd 1962. Hún er formaður Viðskiptaráðs, situr í stjórn Icelandair Group og í fjárfestingaráði Akurs fjárfestingafélags, er varaformaður Samráðsvettvangs um aukna hagsæld og situr í háskólaráði Háskólans í Reykjavík. Katrín Olga sat áður í bankaráði Seðlabankans, í stjórn Ölgerðinnar, Já, IcePharma og fleiri fyrirtækja. Hún starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skiptum, móðurfélagi Símans. Katrín Olga er BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu frá Háskólanum í Óðinsvéum.

Vesa Suurmunne er fæddur 1955. Hann er forstjóri Nordic Mezzanine Advisers Limited. Hann hefur áður gegnt stjórnunarstörfum hjá Hambro European Ventures, Hambros Bank Limited, Arctos Asset Management og hjá The Industrialization Fund of Finland. Vesa er með meistaragráðu í tæknifræði frá Tækniháskólanum í Helsinki og BS gráðu í viðskiptafræði frá Helsinki School of Economics. Stjórn Advania er skipuð Thomas Ivarson, stjórnarformanni, Birgitta Stymne Göransson, Bengt Engström, Katrínu Olgu Jóhannesdóttur og Vesa Suurmunne. Nánari upplýsingar er að finna á www.advania.com/about.

Thomas Ivarson, stjórnarformaður: ”Það gleður okkur mjög að fá Katrínu Olgu og Vesa inn í stjórnina. Þau búa að mikilli viðskipta og stjórnarreynslu og hafa góða innsýn í mikilvægustu markaði Advania. Þau koma með þekkingu og sérfræðikunnáttu inn í stjórnina sem styður við markmið félagsins um áframhaldandi vöxt, með því bjóða þjónustu og upplýsingatæknilausnir sem skapa verðmæti fyrir okkar viðskiptavini. Ég býð þau hjartanlega velkomin til Advania.” 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.