Fréttir - 12.3.2021 10:49:00

Liðsauki hjá Advania og fimmtán lausar stöður

Hinrik Sigurður Jóhannesson er nýr framkvæmdastjóri mannauðs og ferla hjá Advania og Sigrún Ósk Jakobsdóttir hefur tekið við sem mannauðsstjóri. Fleiri öflugir sérfræðingar hafa gengið til liðs við Advania að undanförnu og eru fimmtán spennandi störf hjá fyrirtækinu laus til umsókna.

Hinrik Sigurður Jóhannesson er nýr framkvæmdastjóri mannauðs og ferla hjá Advania og Sigrún Ósk Jakobsdóttir hefur tekið við sem mannauðsstjóri. Öflugir sérfræðingar hafa gengið til liðs við Advania að undanförnu og eru fimmtán spennandi störf hjá fyrirtækinu laus til umsókna.


Hinrik Sigurður er með CandPsyk gráðu frá háskólanum í Árósum. Í reynslubankanum eru störf við forritun, tölfræði, ráðgjöf á sviði mannauðsmála og ekki síst togarasjómennska. Hinrik Sigurður hóf störf sem mannauðsstjóri Advania árið 2015 og tók nýlega við sem framkvæmdastjóri mannauðs og ferla.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir tók við af Hinriki Sigurði sem mannauðsstjóri Advania. Hún hefur starfað í mannauðsdeild fyrirtækisins í fimm ár og þar á undan var hún stjórnendaráðgjafi hjá Hagvangi. Sigrún Ósk er með bakkalárgráðu í sálfræði, meistaragráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði ásamt því að vera vottaður markþjálfi frá Opna háskólanum og Coach U.

 

Á undanförnum mánuðum hefur Advania fengið öflugan liðsauka. María Björk Ólafsdóttir bættist í hóp Microsoft-ráðgjafa, Ragnhildur Einarsdóttir hefur tekið við sem deildarstjóri yfir Dynamics 365 teymi og Vésteinn Sveinsson er nýr deildarstjóri þróunar og samþættingar.

 

Tveir nýjir söluráðgjafar hafa tekið til starfa á rekstrarlausnasviði, þeir Kristján Pétur Sæmundsson og Geir Jóhannsson. Íris Dögg Kristmundsdóttir og Linda Björk Waage eru nýjir tækni- og þróunarstjórar og Guðrún Davíðsdóttir er nýr verkefnastjóri verkefna- og þjónustustýringar.

 

Advania aðstoðar fyrirtæki og stofnanir á stafrænni vegferð. Þar sem upplýsingatæknin leikur sífellt stærra hlutverk á vinnustöðum landsins, er nóg um að vera hjá Advania. Þess vegna eru nú fimmtán spennandi stöður lausar til umsókna. Fyrirtækið leitar að skemmtilegu og metnaðarfullu fólki með ýmis konar tæknilega þekkingu.

 

Fjölbreytt störf eru í boði. Við hvetjum alla sem vilja taka þátt í móta framtíðina í stafrænum heimum, að skoða starfsauglýsingarnar og senda inn umsóknir hér.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.