Nýjasta nýtt - 10.4.2018 12:58:00

Margrét nýr forstöðumaður hjá Advania

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vöru- og viðskiptaþróunar rekstrarlausna Advania.

Margrét Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður vöru- og viðskiptaþróunar rekstrarlausna Advania. Hún starfaði áður sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já, sviðsstjóri þjónustu- og ráðgjafasviðs hjá Wise og rekstrarstjóri tækniþjónustu hjá Íslandsbanka.

Margrét er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið PMD stjórnendanámi í Háskólanum í Reykjavík.

Viðskiptavinum Advania í rekstrar- og hýsingarþjónustu hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Hlutverk Margrétar felst í að byggja ofan á þá vegferð og vinna að því að bæta enn frekar upplifun viðskiptavina af þessari þjónustu fyrirtækisins. Advania nýtur góðs af kröftum Margrétar sem hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.