Fréttir - 4.2.2022 16:07:00

Microsoft valdi Advania samstarfsaðila ársins 2022

Advania hlaut í dag viðurkenningu frá Microsoft fyrir að vera samstarfsaðili ársins 2022. Tilkynnt var um verðlaunin í gær á fögnuði með samstarfsaðilum Microsoft sem haldinn er árlega í Danmörku.

Á myndinni eru þau Heimir Fannar Gunnlaugsson framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania ásamt Berenice Barrios, deildarstjóra á rekstrarlausnasviði Advania og forsvarsmönnum Microsoft á Norðurlöndunum.

 

Advania hlaut í dag viðurkenningu frá Microsoft fyrir að vera samstarfsaðili ársins 2022. Tilkynnt var um verðlaunin í gær á fögnuði með samstarfsaðilum Microsoft sem haldinn er árlega í Danmörku.

,,Við erum þakklát fyrir viðurkenninguna og í skýjunum með samstarfið,” segir Berenice Barrios, Microsoft-sérfræðingur og deildarstjóri á rekstrarlausnasviði Advania.

Advania er stærsti samstarfsaðili Microsoft á Íslandi með ört vaxandi hóp sérhæfða Microsoft-sérfræðinga innan sinna raða. Fyrirtækið er leiðandi á sviði skýjavæðingar og leika lausnir Microsoft þar lykilhlutverk. 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.