Fréttir - 28.1.2021 12:06:00

Microsoft velur Advania samstarfsaðila ársins 2021

Microsoft verðlaunar Advania fyrir framúrskarandi árangur og samstarf á árinu sem einkenndist af heimsfaraldri og fjarvinnu.

Microsoft verðlaunar Advania fyrir framúrskarandi árangur og samstarf á árinu sem einkenndist af heimsfaraldri og fjarvinnu.

Undanfarið ár hafa skýjalausnir Microsoft leikið lykilhlutverk í að halda starfsemi samfélagsins gangandi. Á tímum heimsfaraldurs hafa vinnustaðir þurft að bregðast hratt við og innleiða lausnir sem gerðu fólki kleift að vinna heima hjá sér. Advania hefur verið leiðandi í því að koma Microsoft-lausnunum á framfæri á fjölmörgum íslenskum vinnustöðum og aðstoða fyrirtæki og stofnanir við fjarvinnu og innleiðingu á Microsoft 365 og auðvitað Teams.

Samstarfsverðlaun Microsoft eru árlegur viðburður og mikils metin viðurkenning meðal fyrirtækja í upplýsingatækni.

Sala og ráðgjöf á sviði Microsoft-lausna hjá Advania var efld til muna á liðnu ári en þar starfa rúmlega 200 Microsoft-sérfræðingar. Berenice Barrios sem fer fyrir hópnum fagnar viðurkenningunni innilega.

,,Okkur hefur fundist brýnt að aðlagast nýrri tækni og læra af atburðum ársins. Það er hvetjandi að sjá seigluna í starfsfólki Advania við að veita viðskiptavinum okkar nýstárlega og einstaka þjónustu á þessum undarlegu tímum. Microsoft-verðlaunin eru því mikill heiður og sérstaklega þýðingamikil fyrir okkur í ár,” segir Berenice Barrios.

,,Advania er stærsti samstarfsaðili Microsoft á Íslandi og hefur sýnt forystu í að innleiða nútímalegt vinnuumhverfi, styrkja öryggi og tæknilega innviði hjá íslenskum fyrirtækjum á tímum Covid. Advania hefur átt farsælt og vaxandi samstarf við Microsoft á undanförnum árum og það er ánægjulegt að fylgjast með metnaðarfullri þróun mála, ekki síst hvað viðkemur þróun í skýjalausnum þar sem samstarfið við Microsoft hefur verið hvað sterkast,” segir Ragnhildur Ágústsdóttir, sölustjóri skrifstofu- og öryggislausna hjá Microsoft í Danmörku og Íslandi.

Á myndinni (frá vinstri) eru þær Ragnhildur Ágústsdóttir frá Microsoft á Íslandi, Berenice Barrios, María Björk Ólafsdóttir og Sigrún Eir Héðinsdóttir frá Advania sælar með viðurkenninguna. 

 

 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.