24.09.2020

Nýtt spjallmenni hjá Íslandsbanka

Spjallmennið Fróði aðstoðar Íslandsbanka við að veita viðskiptavinum bankans betri þjónustu. Advania kom að hönnun Fróða en hann byggir á þaulreyndri spjallmennalausn sem nokkrir af stærstu bönkum Norðurlanda nýta sér.

Spjallmennið Fróði aðstoðar Íslandsbanka við að veita viðskiptavinum bankans betri þjónustu. Advania kom að hönnun Fróða en hann byggir á þaulreyndri spjallmennalausn sem nokkrir af stærstu bönkum Norðurlanda nýta sér. 

 

Fróði er spjallmenni sem búið er að forrita til þess að aðstoða og leiðbeina einstaklingum með bankaþjónustu. Helsti kosturinn við Fróða er sá að biðtíminn eftir spjalli við hann er enginn. Hann er ávalt til þjónustu reiðubúinn í netspjalli á vef Íslandsbanka. Enn sem komið er getur Fróði ekki framkvæmt fjárhagslegar aðgerðir fyrir viðskiptavini en hann getur áframsent spjallið til ráðgjafa ef þess er þörf.

 

Spjallmennið byggir á lausn frá Boost.ai sem norrænir bankar á borð við DNB, SpareBank og Nordea nýta til að þjónusta viðskiptavini. Spjallmennið er viðbót við aðrar þjónustuleiðir Íslandsbanka og er valkostur fyrir viðskiptavini. „Fróði var hannaður af teymi frá Íslandsbanka, Advania og Boost.ai en mikill metnaður og drifkraftur einkenndi innleiðinguna. Fróði er í dag orðinn virkilega öflugur og getur svarað öllum helstu spurningum sem snúa að þjónustu bankans,“ segir Marín Jónsdóttir, verkefnastjóri gervigreindarteymis Advania.

 

Hún bendir á að Boost.ai sé með fleiri spjallmenni (e. virtual agents) í loftinu en nokkurt annað spjallmennafyrirtæki í heiminum og hafi meðal annars sérhæft sig í bankageiranum.

Marín Jónsdóttir, verkefnastjóri gervigreindarteymis Advania. 

 

„Það er virkilega flott að Íslandsbanki sé kominn í hóp þeirra stóru banka sem nýta sér lausn Boost.ai. Innleiðingin á lausninni var einstaklega vel heppnað verkefni sem Íslandsbanki getur verið stoltur af. Það verður spennandi að halda áfram að þróa spjallmennið Fróða á næstu mánuðum.“

 

Eins og segir á vef Íslandsbanka þá er Fróði ný þjónusta og ekki megi búast við því að hann sé með öll svör á reiðum höndum. Með tíð og tíma verði svör hans hins vegar betri þar sem hann er sífellt að læra.

 

Hér má lesa meira um spjallmennalausnir Advania.   

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.