Nýjasta nýtt - 14.5.2018 10:28:00

Öflugra og öruggara net í Reykjavík

Erfiðara er fyrir börn að komast inn á vafasamar vefsíður á neti Reykjavíkurborgar eftir að settar voru upp öflugar öryggisvarnir í samstarfi við Advania fyrir ári síðan. Net Reykjavíkurborgar er nú mun betur varið en áður og hefur tilkynningum um vírusa og óværur á búnaði notenda fækkað verulega.

Erfiðara er fyrir börn að komast inn á vafasamar vefsíður á neti Reykjavíkurborgar eftir að settar voru upp öflugar öryggisvarnir í samstarfi við Advania fyrir ári síðan. Net Reykjavíkurborgar er nú mun betur varið en áður og hefur tilkynningum um vírusa og óværur á búnaði notenda fækkað verulega.

Í gegnum tíðina hefur reynst áskorun að verja notendur á neti Reykjavíkurborgar. Eins og fram kom í fréttum í fyrra komu upp dæmi þar sem börn á yngsta stigi grunnskóla komust inn á klámsíður á neti borgarinnar í skólanum. Ekki er vitað til að þess að slík atvik hafi komið upp eftir að upplýsingatæknideild borgarinnar setti upp sterkar varnir í samstarfi við Advania. Öryggislausnin hindrar umferð um deilisíður og vefi sem innihalda til að mynda veðbanka, klám eða hatursáróður.

„Börn eru auðvitað allstaðar þar sem er frítt niðurhal og þess vegna tengjast þau opnu neti í skólum, frístundaheimilum eða öðrum mannvirkjum borgarinnar. Til að verja netið styðjumst við við öryggislausn sem hefur gefið góða raun. Það er skýjalausn sem hefur þann kost að ekki þarf að setja neitt upp á búnaðinum sem notaður er til að tengjast netinu. Snjalltæki nemenda sem tengjast neti borgarinnar eru því jafn vel varin fyrir óæskilegu efni og vélar borgarstarfsmanna. Við teljum alla notendur á neti borgarinnar betur varða nú en áður,“ segir Tómas Guðmundsson tæknistjóri upplýsingatæknideildar Reykjavíkurborgar.
Hann segir að vegna þess að nám fari nú að miklu leyti fram á netinu, hafi verið mikil þörf fyrir úrbætur á neti borgarinnar. Hann bendir hinsvegar á að borgin hafi engin tök á að verja börn fyrir óæskilegu efni þegar þau nota 4G net í símunum sínum.
Advania hefur tekið þátt í umfangsmiklu umbótaverkefni með upplýsingatæknideild Reykjavíkurborgar á undanförnu ári. „Nettenging Reykjavíkurborgar hefur verið tuttugufölduð og þráðlaust net í borginni hefur verið þétt verulega. Þá er unnið að því að færa starfsstöðvar sem enn voru með ADSL-tengingu yfir í ljósleiðara en þeirri vinnu ætti að vera lokið á næstu mánuðum,“ segir Snorri Ásmundsson sérfræðingur netkerfa hjá Advania.

Árangurinn af umbótunum er að mati sérfræðinga Reykjavíkurborgar þegar farinn að segja til sín. „Netreksturinn er orðinn mun stöðugri og það er minna um rekstrartuflanir. Áður var nokkuð um að tæki í eigu starfsmanna sýktu búnað í eigu borgarinnar. Það var nóg að einhver kæmi með sýkta vél inn á vinnustað til að sýkingin breiddist út. Nú höfum við girt fyrir að slíkt geti gerst með öflugum vörnum,“ segir Tómas Guðmundsson.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.