Fréttir - 11.5.2021 16:09:00

Öflugri þjónusta við innleiðingar viðskiptakerfa

Advania hefur samstarf við danska ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Pingala sem er sérhæft í Dynamics 365. Með samstarfinu eflist þjónusta við viðskiptavini Advania í innleiðingum á viðskiptakerfum.

Advania hefur samstarf við danska ráðgjafar- og þjónustufyrirtækið Pingala sem er sérhæft í Dynamics 365. Með samstarfinu eflist þjónusta við viðskiptavini Advania í innleiðingum á viðskiptakerfum.

 

Pingala er rótgróið þjónustufyrirtæki í Danmörku sem hefur víðtæka reynslu innleiðingu Dynamics 365 hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Pingala og Advania munu vinna saman að því að veita íslenskum fyrirtækjum þjónustu við innleiðingar á Dynamics 365.

 

Hjá Advania starfa 130 sérhæfðir ráðgjafar í Dynamics 365 viðskiptakerfum Microsoft. Með samstarfinu bætist við aðgengi að rúmlega 80 sérfræðingum Pingala sem hafa áratuga reynslu af Dynamics AX og Dynamics 365. Advania getur því með samstarfi við Pingala, gert enn betur í að aðstoða viðskiptavini í flóknum rekstri við innleiðingar á Dynamics 365. Advania hefur unnið nokkur verkefni með Pingala sem hafa gengið mjög vel vel.

 

Viðskiptavinir Advania á Íslandi horfa í auknum mæli til tækifæranna sem felst í að nýta viðskiptalausnir Microsoft í skýinu. Í þeim hópi eru mörg stærstu fyrirtæki landsins í framleiðslu, smásölu, orkulausnum og dreifingu svo eitthvað sé nefnt.
Pingala býr yfir verðmætri reynslu á skilvirkum ferlum við innleiðingar sem kemur sér vel fyrir viðskiptavini Advania sem eru að hefja skýjavegferðina með Microsoft Dynamics 365.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.