Fréttir - 17.5.2021 11:55:00

Öflugur þjónustuvefur fyrir TVG Zimsen

Dynamics 365 hópur Advania hefur að undanförnu unnið með Eimskip að nýjum þjónustuvef fyrir TVG Zimsen. Á vefnum geta viðskiptavinir skráð sendingar og fylgst með afhendingu þeirra. Í verkefninu er það nýjasta úr Microsoft-fjölskyldunni nýtt með öflugum hætti.

Dynamics 365 hópur Advania hefur að undanförnu unnið með Eimskip að nýjum þjónustuvef fyrir TVG Zimsen. Á vefnum geta viðskiptavinir skráð sendingar og fylgst með afhendingu þeirra. Í verkefninu er það nýjasta úr Microsoft-fjölskyldunni nýtt með öflugum hætti.

 

Í verkefninu er það nýjasta úr Microsoft-fjölskyldunni nýtt með öflugum hætti:

 

• Business Central – sem sendingakerfi og til reikningagerðar
• Customer Engagement (CE) – vegna samskipta við viðskiptavini og umsjón tengiliða
• Dataverse – til að samþætta og hnýta saman upplýsingar úr ólíkum áttum
• Sharepoint – til að vista fylgiseðla og strikamerki
• Power Portal – sem þjónustuvefur með ytri auðkenningu CE notenda (user/pass, Google og LinkedIn)
• Power Automate – fyrir flæði upplýsinga frá Business Central þegar staðan breytist í flutningakerfi

 

Verkefnið var unnið unnið í stuttum Scrum-sprettum og allt í fjarvinnu.
Með samspili Microsoft Dynamics 365 og Microsoft Power Platform er komið hlaðborð af tilbúnum einingum og virkni til að mæta þörfum fyrirtækja í síbreytilegu viðskiptaumhverfi nútímans. Í verkefninu sýndi það sig hversu öflugt umhverfi Microsoft er orðið. Á skömmum tíma var hægt að koma upp fullbúinni lausn.


Sjá nánar:
https://powerplatform.microsoft.com/en-us/
https://dynamics.microsoft.com/en-us/


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.