Samþættingar og vefþjónustur
Tölvukerfi eru praktísk ein og sér en með samþættingu er hægt að ná fram mikilli hagræðingu í vinnu. Með því að láta tölvukerfin tala saman má sjálfvirknivæða vinnu sem felur í sér endurtekningar og nota mannauðinn í verðmætari verkefni.
Tölvukerfi eru praktísk ein og sér en með samþættingu er hægt að ná fram mikilli hagræðingu í vinnu. Með því að láta tölvukerfin tala saman má sjálfvirknivæða vinnu sem felur í sér endurtekningar og nota mannauðinn í verðmætari verkefni.
Berglind Lovísa Sveinsdóttir, vörustjóri hjá sérlausnum Advania, skrifar:
Til að auðvelda kerfum að eiga samskipti eru settar upp vefþjónustur sem geta verið mismunandi. Kostur sjálfvirknivæðingar er að reka má ferla hratt og örugglega án þess að mistök verði á leiðinni. Á einfaldan hátt má tryggja vinnuhagræðingu og þannig auka framleiðni starfsmanna.
Hvað er samþætting ?
Kerfi/hugbúnaður sem er sett upp á vél (þjón) hjá viðskiptavinum.
Tilgangur samþættingar er að útrýma handvirkri skráningu á sömu upplýsingum inn í mismunandi kerfi. Eitt kerfi „á“ upplýsingarnar og notandi skráir eingöngu inn í það kerfi. Kerfið keyrir með ákveðnu millibili og ber saman upplýsingar í þeim kerfum sem verið er að samþætta og uppfærir eftir því sem við á. Algengt er að kerfin tali saman og skili upplýsingum mögulega til baka einnig þá t.d. svari um að stofnun hafi tekist og/eða skil á upplýsingum sem eru uppfærð í kerfinu sem er verið að samþætta við.
Mannauðslausnir Advania eru með 13 tegundir samþættinga í dag við helstu kerfi sbr. Bakvörð, Matráð, Vinnustund, Business Central, AD- Active Directory, Work Place o.fl.
Hvað er vefþjónusta ?
Í grunninn er vefþjónusta kóði sem tengir saman upplýsingar á milli kerfa og er leið til að gera virkni forrita aðgengilega á ýmsum utanaðkomandi kerfum og notendum.
Vefþjónustur eru mikil framför síðan þær komu til sögunnar, þær leyfa viðmóts – og bakendaforritum að sækja og veita upplýsingar og gögn frá öðrum stöðum á einfaldan máta og birta á gagnvirkum vefsvæðum fyrir notendur.
Dæmi um notkun vefþjónusta:
• Launakerfið sendir skilgreinar, launaseðla, bankaskrár o.fl. með vefþjónustum.
• Starfsmannalisti úr launa- og mannauðskerfi er tengdur yfir á vef fyrirtækis með vefþjónustu.
• Ráðningarkerfi, kallar á upplýsingar um t.d. lífeyrissjóði, stéttarfélög til að birta á ráðningarvef sem umsækjandi getur þá valið úr í umsóknarferlinu, það er gert með vefþjónustu.
Hvert er virðið fyrir fyrirtæki að vera með samþættingar við önnur kerfi?
Með samþættingu við Active Directory (AD), er tryggt að einungis þarf að skrá nýja starfsmenn, breyta upplýsingum þeirra og loka fyrir aðgang þeirra á einum stað. Þannig má nýta tíma starfsmanna betur, minnka líkur á villum í skráningum og tvískráningum á notendum, hafa betri umsjón með breytingum, og tryggja að aðgangi hættra starfsmanna sé lokað á réttum tíma.
Ef upplýsingar breytast í öðru kerfinu geta samþættingar uppfært viðkomandi upplýsingar í hinu kerfinu.
Þegar starfslok starfsmanns eru skráð í kerfið sem er ráðandi má láta samþættingar loka aðgangi hans í AD og/eða senda tilkynningu á kerfisstjóra. Hér er mikill sveigjanleiki í kerfinu, bæði varðandi hvaða svið skal miða við, og hvort eigi að loka eða tilkynna strax eða ákveðnum tíma eftir eða fyrir þann dag.
Samþætting við AD tryggir að starfsmannaupplýsingar AD notanda eru alltaf réttar og uppfærðar, sem leyfir kerfisstjórum að þróa sjálfvirka ferla til að útvega AD notendum réttindi í samræmi við þeirra starfsmannastöðu.
Viltu vita meira um samþættingar og ræða við ráðgjafa? Endilega sendu línu á berglind.lovisa.sveinsdottir@advania.is