Nýjasta nýtt - 22.6.2015 10:57:00

Sjálfkeyrandi bílar og lending á halastjörnu!

Ráðstefnan er með nýju sniði í ár; Fyrir hádegi er boðið upp á glæsilega dagskrá í Eldborgarsal og eftir hádegi eru þrjár fróðlegar fyrirlestralínur.

Helstu atriði 

  • Advania heldur hina árlegu Haustráðstefnu í 21. sinn þann 4. september í Hörpu
  • Ráðstefnan er með nýju sniði í ár; Fyrir hádegi er boðið upp á glæsilega dagskrá í Eldborgarsal og eftir hádegi eru þrjár fróðlegar fyrirlestralínur með 18 fyrirlestrum
  • Um er að ræða sannkallaða hugvitshátíð sem leiðir ráðstefnugesti inn í framtíðina
  • Alls eru 29 atriði á dagskrá ráðstefnunnar

 Hátíð hugvitsins

Það er alveg ljóst að upplýsingatækni mun fela í sér enn frekari samfélagsbreytingar á næstu árum. Sjálfkeyrandi bílar munu umbylta samgöngum og borgarskipulagi, hægt verður að stýra tölvum og jaðartækjum með raddskipunum, og með nýrri tækni getur fólk sem misst hefur útlim stýrt stoðtækjum með hugarorkunni og aðstoð skynjara og gervigreindar. Fjallað verður um þetta og margt fleira á sannkallaðri hugvitshátíð í Hörpu þann 4. september en þá heldur Advania sína árlegu Haustráðstefnu í 21. sinn. 

Fyrirlesarar í fremstu röð

Alls verða 29 fyrirlestrar í boði á Haustráðstefnu Advania, og munu fyrirlesarar í fremstu röð miðla framtíðarsýn sinni og þekkingu. Á ráðstefnunni verða erindi frá fyrirtækjum og stofnunum á borð Mercedes-Benz, Geimvísindastofnun Evrópu (ESA), Google, Össuri, Vivaldi, Skemu, Dell, Microsoft, Ríkisskattstjóra, Knowledge Factory, NCR, IKEA, Arion banka, Bókun, Veeam, Videntifier, Veðurstofu Íslands, Raythen|Websense, Strimli, WSP, Karolina Fund, HP og Háskólanum í Reykjavík. 

Ráðstefna með nýju sniði

Haustráðstefna Advania verður með nýju sniði í ár en fyrir hádegi verður glæsileg dagskrá í Eldborg fyrir alla ráðstefnugesti. Eftir hádegisverð geta ráðstefnugestir valið úr fyrirlestrum á þremur þemalínum sem hver um sig inniheldur sex fyrirlestra: Tækni og öryggi, Nýsköpun og Stjórnun. 

Dagskráin í Eldborg

  • Geimvísindastofnun Evrópu segir frá því hvernig lent er á halastjörnu
  • Mercedes-Benz lýsir framtíðarsýn sinni fyrir sjálfkeyrandi bíla
  • Stoðtækjafyrirtækið Össur sýnir nýjan gervifót sem er stýrt með hugarafli 
  • Hvað veit Google mikið um okkur og hvernig nýtir fyrirtækið gervigreind til að kenna tölvum máltækni og keyra bíla?
  • Rakel Sölvadóttir frumkvöðull og Ólína Helga Sverrisdóttir fjalla um mikilvægi sköpunar í stafrænum heimi
  • Jón Tetzchner frumkvöðull ræðir um nýsköpun og nýjan netvafra

Glæsileg dagskrá eftir hádegi í fjórum sölum 

  • Þrjár fyrirlestrarlínur í jafnmörgum sölum: Tækni og öryggi, Stjórnun og Nýsköpun
  • Aukafyrirlestur frá HP um skýjalausnir
  • Hægt að velja úr 19 fjölbreyttum fyrirlestrum
  • Gísli Marteinn Baldursson kemur ferskur frá Harvard háskóla og fjallar um mikilvægi snjalls borgarskipulags fyrir lífsgæði fólks
  • Glæsilegt lokateiti í boði Dell

Haustráðstefna Advania hefur fest sig í sessi 

Samanlagt hafa um 15 þúsund gestir sótt ráðstefnuna frá upphafi og nú undanfarin ár hafa ráðstefnugestir verið um og yfir eitt þúsund talsins. Alls hafa rúmlega 800 fyrirlestrar verið haldnir á þessum ráðstefnum. Haustráðstefna Advania er stærsti viðburður ársins í upplýsingatækni hér á landi og jafnframt ein elsta árlega tækniráðstefna í Evrópu.

Spennandi sýningarsvæði og ótal tækifæri til tengslamyndunar 
Á ráðstefnunni verður glæsilegt sýningarsvæði þar sem leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni gefa gestum tækifæri til að prófa eigin lausnir. Ráðstefnugestir hafa mikil tækifæri til tengslamyndunar á sýningarsvæðinu og í glæsilegu kokteilpartíi sem haldið verður í boði Dell eftir ráðstefnuna.

Skráning á ráðstefnuna

  • Verð á ráðstefnuna: 49.900 kr. 
  • Skráning fyrir 28. ágúst: 36.900 kr. 
  • Fyrirtæki sem skrá marga starfsmenn njóta sérkjara:
  • 5 eða fleiri 34.900 kr. 
  • 10 eða fleiri greiða 29.900 kr. 

Innifalið í verði er aðgangur að öllum fyrirlestrum, veitingar og glæsilegt lokahóf.

Skráning á ráðstefnuna

 

 

    Fleiri fréttir

    Viltu vita meira?

    Tölum saman

    Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.