Nýjasta nýtt - 16.11.2018 13:24:00

Skemmtilegt samstarf við Landspítalann

Fyrir rúmu ári óskaði Landspítalinn eftir aðstoð Advania við að leysa ákveðna verkferla með stafrænum hætti. Starfsfólk spítalans þurfti að öðlast betri yfirsýn yfir sérstaka vagna sem innihéldu verkfæri fyrir skurðstofur spítalans.

Fyrir rúmu ári óskaði Landspítalinn eftir aðstoð Advania við að leysa ákveðna verkferla með stafrænum hætti. Starfsfólk spítalans þurfti að öðlast betri yfirsýn yfir sérstaka vagna sem innihéldu verkfæri fyrir skurðstofur spítalans.

Um 60 aðgerðir eru framkvæmdar á spítalanum á sólarhring. Fyrir hverja aðgerð þurfa skurðstofuvagnar að vera til taks með dauðhreinsuðum verkfærum. Eftir aðgerðir eru verkfærin flutt í skurðstofuvögnum frá spítalanum á dauðhreinsunardeild LSH við Tunguháls. Þar eru þau dauðhreinsuð, sett í lokaðar umbúðir og sett aftur í lokaða vagna. Því næst eru vagnarnir keyrðir aftur á spítalann.

Hringrás verkfæranna er því nokkuð viðamikil og nauðsynlegt var fyrir starfsfólk spítalans að vita hvar vagnarnir voru hverju sinni, til að tryggja að skurðstofurnar væru ætíð rétt búnar undir aðgerðir.

Hugbúnaðarsérfræðingar Advania smíðuðu einfalt kerfi fyrir spítalann til að veita yfirsýn yfir staðsetningu vagnanna. Kerfið var smíðað með OutSystems sem hentar sérlega vel fyrir lausnir á vettvangi og í síbreytilegu umhverfi.

Hér má heyra meira um þetta skemmtilega samstarf Advania og Landspítalans og fá innsýn inn í daglegar athafnir skurðstofanna.

Dauðhreinsun á Landspítalanum from advania on Vimeo.

Fleiri fréttir

Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.