Nýjasta nýtt - 8.1.2016 13:27:00
Stærsta ár Advania hvað varðar fræðslu á sviði upplýsingatækni
Á nýliðnu ári nutu þúsundir Íslendinga fræðslu á sviði upplýsingatækni á viðburðum og í gegnum vefinn hjá Advania.
Helstu atriði:
- 1.100 manns sóttu Haustráðstefnu Advania á árinu 2015
- 24 morgunverðarfundir haldnir og voru gestir nokkur þúsund
- 46 bloggfærslur gefnar út og lesnar af rúmlega 25 þúsund manns
- Um 100 myndbönd gefin út og birt á vefnum
Fjölmennasta Haustráðstefna frá upphafi
Þann 4. september síðastliðinn hélt Advania sína 21. og fjölmennustu Haustráðstefnu til þessa en hana sóttu um 1.100 stjórnendur og sérfræðingar úr atvinnulífinu. Á ráðstefnunni bar hæst geimferðir til fjarlægra hnatta, gervifætur sem stýra má með hugarorku, sjálfkeyrandi bílar, tölvur sem læra og frumkvöðlastarf margskonar.Advania bloggið í sókn
Á árinu birtust 46 færslur á Advania blogginu, sem voru lesnar af rúmlega 25 þúsund manns. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað bloggið okkar á dyggan lesendahóp, enda reynum við þar að fanga tíðarandann, og tjá okkur um það sem er efst á baugi hverju sinni í samfélaginu.“ segir Ægir.