Fréttir - 5.7.2021 12:55:00

Stærsta jarðhitaráðstefna heims á Íslandi

World Geothermal Congress, WGC, er stærsta jarðhitaráðstefna í heimi og er haldin af International Geothermal Association. Ráðstefnan fer í ár bæði fram í Hörpu og á netinu með viðburðalausn Advania.

World Geothermal Congress, WGC, er stærsta jarðhitaráðstefna í heimi og er haldin af International Geothermal Association. Ráðstefnan fer í ár bæði fram í Hörpu og á netinu með viðburðalausn Advania.

Er þetta umfangsmesta stafræna verkefni sem Harpa hefur tekið þátt í og langstærsta ráðstefna sem haldin hefur verið með stafrænni lausn Advania. „Þetta er búið að vera í undirbúningi núna í mörg ár, alveg frá árinu 2013 og átti að halda í apríl í fyrra en vegna aðstæðna höfum við þurft að breyta forminu þannig að við erum í rauninni að halda röð vefviðburða sem eru í beinni útsendingu frá Hörpu og síðan ætlum við að enda þetta með glæsilegri ráðstefnu í hörpu í október,“ segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar WGC.

Fjallað var um ráðstefnuna í Morgunblaðinu í dag. 


Á ráðstefnunni er fjallað um nýjustu strauma í jarðhitanýtingu svo sem fjölnýtingu jarðhita, matvælaframleiðslu, heilsuferðamennsku og ýmiss konar iðnað sem byggir á affalli frá jarðhitaorkuverum. Jarðhitasérfræðingar frá um 70 löndum deila þekkingu sinni og kynnt verða rúmlega 2.000 rannsóknarverkefni. Rafrænir viðburðir ráðstefnunnar hafa verið haldnir einu sinni í mánuði síðan í mars og næsti viðburður er á morgun og ber hann heitið Cutting edge.“ Viðburðurinn byrjar klukkan átta í fyrramálið og stendur yfir í 18 klukkustundir svo öll lönd heims hafi hluta af dagskránni á dagvinnutíma. Að sögn Bjarna verður sérstaklega fjallað um fjölnýtingu og hvað sé hægt að gera annað en hitaveituvatn úr jarðhita. Þá nefnir Bjarni að til að mynda verði fjallað um líftæknilyf og húðvörur.

Alls kyns nýsköpun

„Jarðhiti er náttúrulega eitt af þeim fögum þar sem Ísland er algjörlega í fararbroddi í heiminum svo það vilja margir koma til Íslands og sjá hvað við höfum verið að gera. Við erum með heitan jarðhita, raforkuvinnslur og hitaveitur alveg á heimsmælikvarða en svo höfum við líka verið að fást við alls kyns nýsköpun í kringum jarðhitanýtinguna svo við höfum frá ótrúlega miklu að segja. Þótt við séum ekki fjölmennt land þá höfum við prófað svo margt.“


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.