Fréttir - 19.8.2021 11:30:00

Skriffinska úr sögunni - stafræn félagaskipti

Skriffinska heyrir sögunni til við félagaskipti leikmanna í knattspyrnu eftir að nýtt stafrænt skiptikerfi var tekið í notkun af KSÍ í sumar. FIFA hefur einnig innleitt stafrænt auðkenni allra iðkenda, félaga og þjálfara sem gerir skipulagsmál í fótbolta talsvert auðveldari og nútímalegri.


Skriffinska heyrir sögunni til við félagaskipti leikmanna í knattspyrnu eftir að nýtt stafrænt skiptikerfi var tekið í notkun af KSÍ í sumar. FIFA hefur einnig innleitt stafrænt auðkenni allra iðkenda, félaga og þjálfara sem gerir skipulagsmál í fótbolta talsvert auðveldari og nútímalegri.

Hingað til hafa félagaskipti leikmanna í knattspyrnu kallað á mikið pappírsumstang. Þurftu þá fulltrúar knattspyrnufélaga að senda blöð milli bæjarfélaga sem allir hlutaðeigandi þurftu að undirrita. Því næst tók við óskilvirkt og handvirkt ferli sem starfsfólk Knattspyrnusambands Íslands átti fullt í fangi með að sinna á meðan félagaskiptaglugginn stóð opinn. Undir lok gluggans kom það fyrir að um 200 beiðnir bárust á einum degi sem tók sinn tíma að afgreiða með þessum hætti.

Advania hefur aðstoðað KSÍ við að koma utanumhaldi um knattspyrnuhreyfinguna í stafræna heima. Í sumar var stórt skref stigið þegar félagaskiptin voru gerð stafræn. Ferlið er nú talsvert auðveldara og fer fram á innri vef KSÍ. Beiðni um skipti og samþykki þeirra er gerð á vefnum og þar er keppnisleyfi leikmanna einnig gefið út. Félagaskiptin eru því afgreidd á mun skemmri tíma en áður og án þess að fólk þurfi að sendast með blöð milli bæja.

Fleiri mikilvægir ferlar í fótboltaheiminum eru að verða stafrænir. Liður í því eru alþjóðleg stafræn auðkenni sem FIFA hefur farið fram á að öll aðildarlöndin noti. Hver leikmaður, þjálfari, félag og völlur hefur þá sína auðkennandi tölu sem skráð er í eina miðlæga lausn. Að undanförnu hafa Advania og KSÍ unnið að tengja auðkennið við gagnagrunn KSÍ svo hægt sé að sækja upplýsingar til dæmis um feril leikmanna og uppeldisfélög.

Auðkennið er hugsað til að gera skráningar nákvæmari en áður og auðvelda alþjóðleg og stafræn samskipti í hreyfingunni. FIFA-auðkenni leikmanna er notað til dæmis við félagaskipti.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.