Nýjasta nýtt - 10.1.2018 09:52:00

Starfsmenn Advania aldrei fleiri

Aukin umsvif og góður árangur Advania á undanförnum misserum hefur kallað á mikla fjölgun starfsmanna. 49 hófu störf hjá fyrirtækinu á Íslandi í fyrra og eru starfsmenn nú 625 talsins. Gríðarlega margir sýndu áhuga á að vinna hjá fyrirtækinu en fjöldi atvinnuumsókna á liðnu ári samsvarar um 1% af vinnuafli á Íslandi.


Aukin umsvif og góður árangur Advania á undanförnum misserum hefur kallað á mikla fjölgun starfsmanna. 49 hófu störf hjá fyrirtækinu á Íslandi í fyrra og eru starfsmenn nú 625 talsins. Gríðarlega margir sýndu áhuga á að vinna hjá fyrirtækinu en fjöldi atvinnuumsókna á liðnu ári samsvarar um 1% af vinnuafli á Íslandi.

Mannauður Advania hefur fjölbreyttan bakgrunn og menntun. Í hópnum eru meðal annars hugbúnaðarsérfræðingar, ráðgjafar, kerfisstjórar, verkefnastjórar og ýmis konar sérfræðingar. Ánægja starfsfólks Advania hefur aukist jafnt og þétt á milli ára. Það sýna niðurstöður úr reglulegum vinnustaðagreiningum Gallup, sem framkvæmdar eru tvisvar á ári hverju.

Árangur fyrirtækisins að undanförnu er ekki síst sterkri liðsheild og góðum starfsanda að þakka. Mikil áhersla er lögð á starfsþróun og að fólk fái tækifæri til að vaxa í starfi. Það er stefna Advania að starfsmenn séu metnir að verðleikum óháð kyni og uppruna. Því var fagnaðarefni að hljóta gullmerki jafnlaunaúttektar PWC á árinu. Í úttektinni er skimað fyrir kynbundnum launamun starfsmanna. Gullmerki PWC staðfestir að munur á launum karla og kvenna er minni en 3,5% og í tilfelli Advania var hann langt undir því viðmiði.

„Ég trúi því að fyrirtæki nái meiri árangri þegar fólk með ólíka sýn vinnur saman. Advania er stór og fjölbreyttur vinnustaður og árangurinn sem við höfum náð sýnir að við erum líka öflug liðsheild. Það er gaman að sjá að ánægja samstarfsfólks míns hefur aukist undanfarin ár og það er enginn vafi í mínum huga um að það skilar sér í betri þjónustu til okkar viðskiptavina. Það eru hins vegar fjölmörg tækifæri til að gera betur, við erum til dæmis vakandi fyrir því að það hallar á konur í tæknigeiranum og höfum unnið markvisst til að bæta úr því,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.