Nýjasta nýtt - 4.5.2018 15:20:00

Tækifærin í Blockchain-tækninni

Tækifærin í Blockchain-tækninni voru rædd á morgunverðarfundi Advania í á dögunum þar sem fulltrúar nokkurra áhugaverðra sprotafyrirtækja komu fram.

Tækifærin í Blockchain-tækninni voru rædd á morgunverðarfundi Advania í á dögunum þar sem fulltrúar nokkurra áhugaverðra sprotafyrirtækja komu fram.
Þeirri spurningu var velt upp hvort Blockchain-tæknin ætti eftir að breyta heiminum á sama hátt og internetið gerði um aldamótin. Gríðarlega hefur verið fjárfest í tækninni um allan heim og leita nú framleiðendur og frumkvöðlar á öllum sviðum leiða til að nýta tæknina til fulls. Umræðurnar urðu á köflum heimspekilegar þar sem ómögulegt virðist að spá fyrir um hvernig Blockchain-tæknin mun móta atvinnulíf framtíðarinnar.

Á fundinum sagði Stefán P Jones frá Seafood IQ frá því hvernig tæknin getur nýst til að tryggja hagkvæmni í sjávarútvegi. Gísli Kristjánsson hjá Monerium fjallaði um hvernig hægt verður að tengja saman þjónustu ólíkra fyrirtækja með Blockchain-tækni og Kristján Ingi Mikaelsson ræddi um nýleg atvik í tæknisögu heimsins og hvaða þýðingu nýstofnað Rafmyntaráð gæti haft.

Gísli Kr. Katrínarsson hjá Advania Data Centers ræddi um mikila eftirspurn sérhæfðar Blockchain-náma eftir hýsingu á Íslandi. Þrátt fyrir að námurnar geti fengið orkuna ódýrari í útlöndum vilja þær frekar vera í viðskiptum á Íslandi þar sem orkunýting gagnaveranna er á heimsmælikvarða

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.