Nýjasta nýtt - 7.3.2018 17:16:00

Tæknilausn gegn launamisrétti

Advania hefur þróað lausn til að auðvelda fyrirtækjum í landinu að útrýma kynbundnum launamun og lúta lögum um Jafnlaunavottun.

Advania hefur þróað lausn til að auðvelda fyrirtækjum í landinu að útrýma kynbundnum launamun og lúta lögum um Jafnlaunavottun.

Eftir að Alþingi samþykkti lög um Jafnlaunavottun þurfa öll fyrirtæki og stofnanir með fleiri en 25 starfsmenn til að uppfylla ákveðnar kröfur. Útbúinn hefur verið samræmdur staðall, ÍST 85, um það sem fyrirtækin þurfa að gera til að hljóta vottunina. Stærstu vinnustaðirnir þurfa að hafa öðlast vottun árið 2018 en smærri fyrirtæki fá aðeins lengri tíma til að aðlagast breyttu lagaumhverfi. Fyrirtækin sem ekki uppfylla skilyrðin eiga á hættu að verða sektuð.

Advania hefur þróað lausn sem auðveldar fyrirtækjum vinnuna við að útrýma kynbundnum launamun og uppfylla kröfur um launajafnréttlæti. Lausnin kallast easyEQUALPAY og felst í ráðgjöf og hugbúnaði með innri úttektum og launavöktun. Hún er meðal annars viðbót í mannauðskerfinu H3 sem þegar er notað af stórum hluta íslenskra fyrirtækja. Kerfið heldur utanum ráðningamál og launakjör starfsmanna og getur nú á auðveldan hátt tekið út þær upplýsingar sem krafist er til að fá jafnlaunavottun. Með lausninni geta fyrirtækin verið viss um að uppgötva kynbundnar skekkjur við launaákvarðanir og unnið sér svigrúm til að leiðrétta þær.

Þrátt fyrir að Ísland skari fram úr í jafnréttismálum á heimsvísu er ekki þar með sagt að í hér ríki algjört jafnrétti. Opinberar mælingar sýna að enn hallar á konur á vinnumarkaði og enn er óútskýrður kynbundinn launamunur 7-18% bæði á frjálsum markaði og hjá hinu opinbera.

„Við hjá Advania erum stolt af lausn sem styður við mikilvæga löggjöf til aukins jafnréttis á vinnumarkaði,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

Mynd: Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.