Nýjasta nýtt - 8.12.2017 14:05:00

Tölva sem þolir þúsund kindur

Því hefur verið haldið fram að Dell Latitude Extreme Rugged fartölvan þoli nánast hvað sem er. Guðmundur Zebitz, vörustjóri notendabúnaðar hjá Advania, ákvað að kanna hversu sterk tölvan í raun og veru er.

Því hefur verið haldið fram að Dell Latitude Extreme Rugged fartölvan þoli nánast hvað sem er.

Guðmundur Zebitz, vörustjóri notendabúnaðar hjá Advania, ákvað að kanna hversu sterk tölvan í raun og veru er, og brá á það ráð að gera á henni frumstæðar prófanir í séríslenskum aðstæðum. Sjón er sögu ríkari, eins og Nútíminn fjallaði um í dag. Þar má sjá myndband sem Guðmundur tók í réttum þar sem um þúsund kindur tröðkuðu á tölvunni.

„Mig langaði að misbjoða tölvunni,“sagði Guðmundur um tilraunina. 

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.