Blogg - 4.11.2020 15:47:00

Tölvan þín lærir á þig

Dell Optimizer fylgir flestum nýjum fartölvum og borðtölvum frá Dell. Optimizer er sjálfvirk gervigreind sem lærir hegðun notandans, greinir hvernig hann vinnur og fínstillir vélina eftir þörfum svo notandinn geti einbeitt sér að þeim verkefnum sem skipta máli.

Sigurður Rúnar Marinosson, söluráðgjafi hjá Advania, skrifar: 

Í nýjustu fyrirtækjalínum Dell ber að líta nýjan hugbúnað sem gerir vinnuna þína auðveldari og skilvirkari. Optimizer er sjálfvirk gervigreind sem lærir hegðun notandans, greinir hvernig hann vinnur og fínstillir vélina eftir þörfum svo notandinn geti einbeitt sér að þeim verkefnum sem skipta máli. Optimizer vinnur í bakgrunninum við að bæta afköst hugbúnaðar, öryggis, rafhlöðuendingar og ýtir undir betri hljóðgæði sem henta þínu umhverfi, hvort sem um fjarfund eða opið vinnurými ræðir. Optimizer samanstendur af fjórum flokkum sem heita ExpressResponse, ExpressCharge, Intelligent Audio og ExpressSign-in. Hér má sjá frekari útlistun á hverjum flokki.

 

ExpressResponse 
ExpressResponse býður notendum möguleikann á að merkja hugbúnað sem skiptir þá mestu máli. Þegar það liggur fyrir tekur Optimizer við og metur hversu mikið afl hver hugbúnaður fær í samhengi við þarfir notandans. Þannig finnur forritið tækifæri til hagræðingar sem leiðir til aukinna afkasta og dregur úr biðtíma. Notandinn hefur svo aðgang að tölfræði til að sjá ávinning þessara aðgerða.

 

ExpressCharge 
ExpressCharge greinir orkunotkun með það að markmiði að auka líftíma rafhlöðu. Rýnt er í birtustig skjás, notkun örgjörva og fleira til þess að rafhlaðan endist sem allra lengst. ExpressCharge tækni getur hlaðið rafhlöðuna þína í allt að 80% á klst og ef tími gefst ekki til þá allt að 35% á 20 mín. Þessi tækni er aðeins í boði í Fartölvulínum Dell sem hafa ExpressCharge rafhlöðu.

 

Intelligent Audio
Intelligent Audio býður ýmsar stillingar svo hljóðkortið sé í takt við þarfir notandans. Hvort sem þú ert á fjarfundi eða einn í herbergi þá er ekkert mál að bæta upplifunina með forstilltum aðgerðum.

 

ExpressSign-in
ExpressSign-in er fyrsti nálægðarskynjarinn sem byggður er á tækni frá Intel ® Context Sensing Technology. Tæknin skynjar nálægð og getur þannig skráð notanda inn þegar hann er fyrir framan vélina og út þegar hann fer frá vélinni. Þetta gerir fyrirtækjum kleift að auka í auðkenningum og öryggi. 
Dell Optimizer fylgir flestum nýjum fartölvum og borðtölvum frá Dell.

 


 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.