Fréttir - 23.3.2021 12:59:00

Tvær tilnefningar til íslensku vefverðlaunanna

Advania hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt eru af Samtökum vefiðnaðarins.



Advania hlaut tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt eru af Samtökum vefiðnaðarins.

Við hjá Advania erum afar lukkuleg með tilnefningarnar tvær til Íslensku vefverðlaunanna sem veitt verða á uppskeruhátíð vefiðnaðarins 26.mars.

Advania hlaut annars vegar tilnefningu til verðlauna fyrir app sem þróað var í samvinnu við Landspítala Háskólasjúkrahús og varðar innlagða sjúklinga.

Hins vegar hlaut Advania tilnefningu í flokknum vefkerfi fyrir vef Haustráðstefnu Advania. Ráðstefnuvefurinn var smíðaður þegar ljóst var að 26. Haustráðstefna Advania gæti ekki farið fram með hefðbunnum hætti í Hörpu heldur þurfti að færa hana í stafræna heima. Ráðstefnuvefurinn er fjölhæf lausn sem vefdeild Advania hefur lagt mikið í að þróa fyrir stafrænt viðburðahald. Nánar má lesa um þróun lausnarinnar í þessari umfjöllun á Vísi.is

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir hafa nýtt lausnina til að halda stafræna viðburði.


Íslensku vefverðlaunin verða veitt föstudaginn 26. mars

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.