Fréttir - 10.8.2021 07:30:00

Umfang Advania tvöfaldast

Advania stefnir á að verða eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki í Norður-Evrópu og hefur fest kaup á norræna fyrirtækinu Visolit.

Advania stefnir á að verða eitt stærsta upplýsingatæknifyrirtæki í Norður-Evrópu og hefur fest kaup á norræna fyrirtækinu Visolit.

Með samruna Advania og Visolit verður fyrirtækið með um 2400 starfsmenn og 130 milljarða króna veltu. Sameinaðir kraftar svo fjölmenns hóps sérfræðinga gerir fyrirtækinu kleift að bjóða framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf um upplýsingatækni, sérsniðna að hverjum viðskiptavini.

Visolit er leiðandi á sviði upplýsingatækni og skýjalausna á fyrirtækjamarkaði í Noregi og Svíþjóð. Það er svipað að stærð og Advania-samsteypan, með um 1200 starfsmenn og starfsstöðvar í Noregi og Svíþjóð. Með kaupum á Visolit tvöfaldast því starfsmannafjöldi Advania. Stefnt er á áframhaldandi öran vöxt.

Markmið Advania er eftir sem áður að vera traustur samstarfsaðili fyrirtækja um upplýsingatækni og gera þau í stakk búin til að mæta áskorunum framtíðarinnar með stafrænum lausnum.
Advania vill áfram vera framúrskarandi vinnustaður og laða til sín hæfileikaríkt fólk með ólíka þekkingu og reynslu. Fyrirtækinu verður dreifstýrt til að tryggja þekkingu á þörfum viðskiptavina í hverju landi. 

„Við erum full tilhlökkunar að sameinast Visolit og verða þannig enn öflugra upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum. Með því að sameina krafta okkar getum við boðið viðskiptavinahópi okkar beggja breiðari og betri þjónustu,“ segir Mikael Noaksson, forstjóri Advania á Norðurlöndunum.

„Við erum stolt af uppbyggingu okkar á Visolit siðan 1997 og þeirri stöðu sem við höfum náð í Noregi og Svíþjóð. Með sameiningu við Advania hefjum við nýja og spennandi vegferð á norrænum markaði og getum gert enn betur við viðskiptavini okkar,” segir Terja Mjøs, forstjóri Visolit.

Advania hefur komist að samkomulagi við IK Investment Partners, um kaupin á Visolit, af IK VII Fund og öðrum hluthöfum.
Sjóðir í eigu Goldman Sachs og aðrir hluthafar Advania, auka hluti sína í hinu sameinaða norræna upplýsingatæknifyrirtæki. IK IX Fund kemur inn í hluthafahópinn.
Goldman Sachs Bank Europe SE, veitti Advania ráðgjöf í kaupferlinu. Raymond James var ráðgjafi Visolit.

Áætlað er að viðskiptin verði frágengin fyrir árslok 2021 en þau eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Noregi og Svíþjóð.

 

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.