TOK - 28.12.2016 09:31:00

Uppfærsla á TOK vegna breytinga á skattþrepum persónuafslætti og skattleysismörkum

Breytingar hafa átt sér stað í launkerfinu í TOK vegna breytinga á skattþrepum, persónuafslætti og skattleysimörkum og lesa má leiðbeiningar vegna uppfærslunnar hér.

TOK 2016 og nýrra

Nýlegar breytingar á skattþrepum, persónuafslætti og skattleysismörkum hafa kallað á uppfærslu TOK.

Advania hefur gert viðeigandi ráðstafnir vegna þess. Hægt er að hlaða þessum breytingum inn í kerfið með einföldum hætti. Þessi aðgerð lokar hins vegar skattauppsetningunni sem eingöngu reiknar skattþrep 3.

Ef launaútreikningi fyrir 2016 er ekki lokið og skattauppsetning þrjú er enn í notkun, þá þarf handvirkt að opna fyrir hana og loka aftur eftir notkun. Advania mælir með því að launaútreikningi og staðgreiðsluskilum fyrir árið 2016 séu kláruð sem fyrst því RSK mun gefa út nýja vefþjónustu fyrir staðgreiðsluskilin fyrir árið 2017.

Á upphafsmyndinni í TOK birtast skilaboð

Smellt er á „Lesa skilaboð“ á borðanum og þá kemur fram að Advania hefur gert viðkomandi ráðstafanir. Smellt er á aðgerðina að „Hlaða niður“ og þá eru viðkomandi breytingar komnar inn í kerfið. sjá mynd:

 

 

TOK laun 2015

þjónustupakki vegna TOK launa 2015 er sóttur með eftirfarandi hætti:

  • Hlaða þarf niður uppfærsluskrá hér. Smella skal á "Show in folder"


  • Afrita þarf ská inn í möppuna á harða disknum þínum sem inniheldur TOK Laun 2015, td. c:\toklaun (sjálfgefin slóð í uppsetningu).
  • Velja ‚já‘ þegar það er spurt hvort eigi að yfirskrifa.
Einnig er hægt að óska eftir aðstoð með því að hafa samband við TOK þjónustuborðið með því að senda tölvupóst á tok@advania.is eða með því að hringja í 440-9000.

 

Fleiri fréttir

Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.