Fréttir - 19.5.2021 15:04:00

Valeria yfir veflausnum Advania

Valeria Rivina er nýr forstöðumaður veflausna Advania og leiðir öflugan hóp sérfræðinga í veflausnum og hugbúnaðarþróun. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni.

Valeria Rivina er nýr forstöðumaður veflausna Advania og leiðir öflugan hóp sérfræðinga í veflausnum og hugbúnaðarþróun. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni.



Valeria er með BS-gráðu í verkfræði og diplómu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík, þar sem hún stundar nú MBA-nám. Undanfarið ár hefur hún starfað sem rekstrarstjóri Ölmu íbúðafélags en þar á undan sem forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Icelandair og deildarstjóri hjá QuizUp.

Valeria fer fyrir veflausnateymi Advania sem býr að 20 ára reynslu af smíðum og þróun vefa og sérlausna. Í teyminu starfar öflugur hópur ráðgjafa, hugbúnaðarsérfræðinga, viðmóts- og útlitshönnuða.

„Veflausnir Advania eru í mikilli sókn. Teymið þjónustar mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins í stafrænum verkefnum. Við fögnum því mjög að fá Valeriu til liðs við okkur. Hún er kraftmikil og með reynslu sem klárlega nýtist viðskiptavinum okkar vel,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sérlausna Advania.

 

„Ég hef mikinn áhuga á sölu- og markaðsmálum og rekstri fyrirtækja. Ástríða mín liggur þó í tækni og notkun hennar til að leysa vandamál og bæta notenda- og þjónustuupplifun. Advania hefur fest sig í sessi sem eitt flottasta tæknifyrirtæki landsins og því er mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til þess að taka þátt í áframhaldandi sókn þess. Ég hlakka til að vinna með frábæru teymi við að þróa lausnir fyrir viðskiptavini, veita þeim bestu mögulegu þjónustuna og hjálpa þeim að hlaupa hraðar í átt að sínum markmiðum,“ segir Valeria.


Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.