Fréttir - 7.2.2020 16:31:00

Veflausn Advania fyrir Hæstarétt tilnefnd til UT-verðlauna

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að veflausnir Advania eiga einn af þremur vefum sem tilnefndir eru til verðlauna á UT-messu SKÝ undir flokknum UT- fyrirtæki 2019.

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að veflausnir Advania eiga einn af þremur vefum sem tilnefndir eru til verðlauna á UT-messu SKÝ undir flokknum UT- fyrirtæki 2019.

Undir flokkinn falla fyrirtæki og verkefni sem hafa náð góðum árangri með upplýsingatækni að leiðarljósi.
Veflausnir Advania unnu frábært starf í samvinnu við Hæstirétt Íslands og Hugvit.

Tilkynnt er um vinningshafa í lok UT-messunnar í dag en aðrir tilnefndir voru Meniga og Men & Mice.

Veflausnin fyrir Hæstarétt felur í sér umfangsmiklar umbætur fyrir þá sem eiga í samskiptum við dómstólinn. Til dæmis á það við um vöktun á málum sem fara fyrir dómstólinn.
Lögmenn og málsaðilar sem vilja fylgjast með málum eða dagskrá réttarins geta nú vaktað málin sín. Vöktunin felur í sér að tölvupóstar berast þegar breytingar verða á stöðu mála, t.d. þegar mál er sett á dagskrá, breyting verður á málflutningsdegi, mál tekið af dagskrá eða mál fær uppkvaðningardag. Dagskrárupplýsingar einstakra mála er einnig hægt að bæta við eða færa inn í dagatöl. Hægt er að fletta upp málflytjendum í fellilista inn á dagskrársvæðinu eftir völdum tímabilum.

Um Hæstarétt Íslands
Hæstiréttur Íslands er æðsti dómstóll þjóðarinnar og tók formlega til starfa 16. febrúar 1920.
Mikilvægt er að tryggja almenningi í landinu gott aðgengi að upplýsingum sem varða dómstólinn og veita skýrt yfirlit yfir mál á dagskrá.

Um veflausnir Advania
Veflausnir Advania bjóða upp á stafrænar lausnir og þjónustu og eru hannaðar með þarfir viðskiptavina okkar í huga. Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að láta framtíðarsýn verða að veruleika og trúum á einfaldar lausnir. 




Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.