Nýjasta nýtt - 25.11.2017 18:25:00

Vegna atviks í Borgarhólsskóla á Húsavík

Í byrjun nóvember uppgötvaðist alvarleg villa í aðgangsstýringu tölvukerfis Borgarhólsskóla, sem Advania þjónustar og rekur. Vegna villunnar urðu upplýsingar frá einum notanda kerfisins aðgengilegar fleiri notendum í um það bil einn sólarhring.

Í byrjun nóvember uppgötvaðist alvarleg villa í aðgangsstýringu tölvukerfis Borgarhólsskóla, sem Advania þjónustar og rekur. Vegna villunnar urðu upplýsingar frá einum notanda kerfisins aðgengilegar fleiri notendum í um það bil einn sólarhring.

Við hjá Advania litum atvikið alvarlegum augum og brugðumst strax við með því að loka fyrir allan aðgang að kerfinu á meðan málið var rannsakað. Tveir starfsmenn Advania fóru á staðinn til að fylgja málinu eftir og sérfræðingar okkar fóru strax í að greina frávikið.

Niðurstöður greiningarinnar sýna að um var að ræða mannleg mistök við yfirfærslu á gögnum milli kerfa.

Við hjá Advania hörmum að upplýsingar hafi orðið aðgengilegar óviðkomandi einstaklingum. Við höfum tekið verkferla, þjálfun starfsfólks og gæðaeftirlit til ítarlegrar endurskoðunar til að fyrirbyggja að svona atvik geti gerst aftur. Ljóst er að um einangrað atvik var að ræða.

Fyrir hönd Advania bið ég þá innilega afsökunar sem urðu fyrir óþægindum vegna atviksins.  

Virðingarfyllst,

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi

Fleiri fréttir

Blogg
13.11.2025
Dell hefur kynnt nýjar fartölvulínur sem eru hannaðar til að mæta ólíkum þörfum á vinnustöðum. Til að einfalda valið eru þrír meginflokkar: Dell Pro, Dell Pro Premium og Dell Pro Max. Hver lína er sérsniðin að mismunandi hlutverkum innan fyrirtækja, og hjálpar starfsfólkinu að vera Pro í sinni vinnu.
Fréttir
12.11.2025
Í kvöld var tilkynnt að Microsoft hefur valið Advania sem samstarfsaðila ársins á Íslandi árið 2025 (e. Partner of the Year). Þessi viðurkenning undirstrikar einstaka þekkingu og færni Microsoft sérfræðinga Advania.
Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.