Nýjasta nýtt - 5.3.2021 12:44:00

Vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Það hefur varla farið fram hjá neinum að nú skelfur jörð hressilega með reglulegu millibili á Reykjanesi. Við þetta kunna að vakna spurningar um viðbragðsáætlanir Advania við náttúruhamförum.

Það hefur varla farið fram hjá neinum að nú skelfur jörð hressilega með reglulegu millibili á Reykjanesi. Við þetta kunna að vakna spurningar um viðbragðsáætlanir Advania við náttúruhamförum.

 

Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum er ekkert sem bendir til að áhrifin verði nokkur á gagnaverið né starfsemi Advania.


Advania hýsir hluta tölvukerfa sinna í gagnaveri atNorth við Steinhellu í Hafnarfirði. Þar er rafmagn tvítengt og kemur inn í gagnaverið úr tveimur áttum. Varaaflsstöðvar eru sítengdar og tilbúnar ef til rafmagnsútfalls kæmi. Stýrð kæling er hönnuð til að halda réttu hitastigi í kerfissölum og öryggi í gagnaverinu samkvæmt ströngustu kröfum. 


Advania hefur yfirfarið viðbragðsáætlun sem miðar að því að takmarka mögulegt tjón ef til rekstraráfalls kæmi. Gerðar hafa verið rekstrarsamfelluáætlanir vegna helstu áhættuþátta og um endurheimt á mikilvægum grunnkerfum og innviðum. 


Rétt er að vekja athygli fyrirtækja og stofnanna á að huga reglulega að sinni högun og áhættumati.  Mikilvægt er að högun sé í samræmi við áhættumat.


Sérfræðingar Advania fylgjast að sjálfsögðu áfram grannt með þróun mála.

 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.