Fréttir - 10.11.2020 11:12:00

Við viljum fleiri konur í kerfisstjórnun

Íslandsbanki, Advania, NTV og Promennt hafa tekið höndum saman til að vekja athygli kvenna á kerfisstjórnun. Mikil eftirspurn er eftir menntuðum kerfisstjórum í atvinnulífinu en aðeins örfáar konur útskrifast árlega úr námi i kerfisstjórnun.

Íslandsbanki, Advania, NTV og Promennt hafa tekið höndum saman til að vekja athygli kvenna á kerfisstjórnun. Mikil eftirspurn er eftir menntuðum kerfisstjórum í atvinnulífinu en aðeins örfáar konur útskrifast árlega úr námi i kerfisstjórnun.

Því viljum við breyta enda gegna kerfisstjórar mikilvægu hlutverki hjá fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

 

Starfið er fjölbreytt og hentar vel þeim sem hafa gaman af því að leysa úr vandamálum og vera í samskiptum við fólk. Starfið bíður uppá sveigjanleika og því er hægt að sinna hvaðan sem er.

 

Nám í kerfisstjórnun er kennt hjá NTV og Promennt og tekur eitt ár. Atvinnumöguleikar þeirra sem útskrifast úr náminu eru miklir. Góður kerfisstjóri er mjög eftirsóttur á vinnumarkaði.

 

Hér má sækja um námið hjá Promennt og NTV

 

Einn umsækjandi hlýtur námsstyrk frá Advania og Íslandsbanka og fær námið greitt að fullu. Hér má sækja um námsstyrkinn. Athugið að fyrst þarf að sækja um námið og svo styrkinn ;)

 

Hér má heyra af reynslu kvenna sem lokið hafa námi í kerfisstjórnun og starfa við kerfisstjórnun hjá Advania og Íslandsbanka.

 

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.