Fréttir - 6.1.2025 12:56:24

Advania á Íslandi hlýtur „Elite Partner Status“ hjá NVIDIA

Advania á Íslandi er nú í hæsta mögulega flokki samstarfsaðila NVIDA. Þetta markar tímamót í samstarfi fyrirtækjanna og opnar á frekari möguleika.

English below

Partner program Nvidia er í þremur stigum, hvert með ákveðnum skilyrðum og ávinningi. Efsta stigið – Elite – krefst þess bæði að ná ákveðnum viðmiðum og fá tilnefningu frá NVIDIA. Elite er því einungis í boði fyrir þau fyrirtæki sem hafa náð miklum árangri í sölu og hafa átt í góðri samvinnu við NVIDIA og er frábær viðurkenning á því góða starfi sem hefur átt sér stað. Sem Elite samstarfsaðili mun Advania nú njóta nánara samstarfs við NVIDIA, auk annars ávinnings eins og markaðsstuðnings.

„Ég er gríðarlega stolt af teyminu mínu sem hefur staðið vaktina í stórum og krefjandi gagnavers verkefnum. Það er gaman að fá að vera þátttakandi í alþjóðlegum verkefnum og hjálpa fyrirtækjum sem eru að koma til Íslands að átta sig á landslaginu og aðstoða við margþættar áskoranir.“

- Auður Inga Einarsdóttir, framkvæmdastjóri innviðalausna Advania.

Advania er í mikilli hugmyndavinnu með NVIDIA. Við hlökkum til að kynna frekari viðburði og samstarf með NVIDIA, en margt spennandi og skemmtilegt er í pípunum á næstu mánuðum.

Viltu fylgast með því sem er framundan?

Advania Iceland now an NVIDIA Elite partner

The Nvidia partner program is in three levels, each with specific conditions and benefits. The highest level – Elite – requires meeting certain criteria and receiving an invitation from NVIDIA. Therefore, Elite is only available to those companies that have achieved significant success in sales and have had good cooperation with NVIDIA, and it is a great recognition of the good work that has taken place. As an Elite partner, Advania will now enjoy closer collaboration with NVIDIA, as well as other unique benefits such as early access to innovations.

'I am incredibly proud of my team, who have been on the forefront of large and challenging data center projects. It's exciting to be involved in international projects and help companies coming to Iceland understand the landscape and assist with multifaceted challenges.'

- Auður Inga Einarsdóttir, Director of Infrastructure Solutions

Advania is in great brainstorming sessions with NVIDIA and looks forward to announcing further events and collaborations with NVIDIA, as there is much exciting and fun stuff in the pipeline in the coming months.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.