Fréttir - 20.8.2025 07:00:00

Advania eykur gervigreindarframboð enn frekar með kaupum á Gompute

Advania hefur fest kaup á Gompute, leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC).

Gompute var stofnað árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth.

„Hagnýtingu á gervigreind vindur hratt fram hjá viðskiptavinum okkar. Kaupin á Gompute munu útvíkka þjónustuframboð Advania á sviði gervigreindar enn frekar og bjóða upp á öfluga og trygga innviði sem hafa það að markmiði að styðja við næsta fasa virðisaukningar í rekstri og nýsköpun íslenskra fyrirtækja og stofnanna,“ segir Hildur Einarsdóttir forstjóri Advania á Íslandi.

Gert er ráð fyrir að kaup Advania á Gompute gangi endanlega í gegn síðar á þessu ári. Nánar má lesa um kaupin á vef Advania samstæðunnar.

Kaupin á Gompute eru enn eitt skrefið í stefnu Advania á sviði gervigreindarþjónustu sem ætlað er að styðja við viðskiptavini í Norður-Evrópu. Í síðasta mánuði var tilkynnt um kaup Advania á fyrirtækinu The AI Framework, þekktu sænsku ráðgjafafyrirtæki á sviði gervigreindar.

Errol Norlum, stofnandi The AI Framework, er einn af áhrifamestu tæknisérfræðingum Svíþjóðar og heldur hann erindi á Haustráðstefnu Advania 4. september í Hörpu, þar sem gervigreind verður í lykilhlutverki.

Í sumar tilkynnti Advania einnig um séríslenskt gervigreindarský sem fyrirtæki og stofnanir á Íslandi hafa aðgang að og geta þannig hafið sína gervigreindarvegferð og skalað eftir þörfum.

Fleiri fréttir

Blogg
14.10.2025
Þriðjudaginn 14. október héldu Advania og Genesys vel heppnaðan morgunverðarfund í höfuðstöðvum Arion banka undir yfirskriftinni „Fór í banka án þess að banka“.
Fréttir
10.10.2025
Business Central teymi Advania bauð til morgunverðarfundar fimmtudaginn 9. október þar sem farið var yfir helstu nýjungarnar í Business Central 2025 Release Wave 2, sem kemur út síðar í þessum mánuði.
Blogg
08.10.2025
Dell Rugged fartölvurnar eru einstaklega sterkbyggðar og uppfylla stranga staðla um endingu og þol í erfiðum aðstæðum, svo sem í miklu frosti, raka, ryki, hita, hristingi eða úti á sjó.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.