Frá vinstri: Ása María Þórhallsdóttir verkefnastjóri Klak- Icelandic Startups, Kristín Soffía Jónsdóttir framkvæmdastjóri Klak- Icelandic Startups ásamt Ægi Má Þórissyni forstjóra Advania og Edit Ómarsdóttur forstöðumanni gagnagreiningar Advania.

Fréttir - 4.10.2022 16:24:16

Advania gerist bakhjarl Gulleggsins

Advania leggur aukna áherslu á að efla nýsköpun bæði innanhúss og með því að styrkja íslenska sprota. Fyrirtækið hefur gerst bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

Advania leggur aukna áherslu á að efla nýsköpun bæði innanhúss og með því að styrkja íslenska sprota. Fyrirtækið hefur gerst bakhjarl Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

Gulleggið er stærsta frumkvöðlakeppni Íslands hefur markað sér sess sem einn af stóru viðburðunum í nýsköpunarsenunni á Íslandi en hefur keppnin verið haldin af Klak - Icelandic Startups síðan 2008 og tóku 300 manns þátt í keppninni þegar hún var haldin síðast í byrjun árs.

Advania vill leggja sitt af mörkum við að efla veg nýsköpunar í samfélaginu og liður í því er að styðja við viðburði á borð við Gulleggið.

,,Nýsköpun er forsenda þess að samfélagið þróist áfram. Fyrirtæki sem ekki stunda nýsköpun  verða undir og missa af lestinni. Bæði rótgróin og ný fyrirtæki þurfa að hlúa að nýsköpun. Því teljum við afar mikilvægt að styðja við fólk sem hefur kraft og seiglu í að hrinda góðum hugmyndum í framkvæmd,” segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania.

,,Það er mjög ánægjulegt að sjá aukna meðvitund um vægi nýsköpunar hjá stærri fyrirtækjum raungerast í samstarfi við KLAK. Það er gríðarlega mikilvægt að bakhjarlahópur Gulleggsins sé stór og fjölbreyttur og gefi þannig keppendum aðgang að breiðu tengslaneti og þekkingu. Við erum spennt fyrir samstarfinu og bjóðum Advania velkomin í bakhjarlahópinn,"segir Kristín Soffía Jónsdóttir framvkædmastjóri Klaks.

Nánar má lesa um nýsköpun Advania í viðtali við Vísi á dögunum.

Umfjöllun Vísis um nýsköpun Advania

„Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ - Vísir

„Þegar talað er um nýsköpun hugsar fólk oftast til sprotafyrirtækja og þessara snillinga sem eru að gera svo frábæra hluti víða. Í stórum og rótgrónum fyrirtækjum fer líka mikil nýsköpun fram og það sem við erum að gera er að virkja þennan kraft,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania.

„Það sem kemur mér endalaust á óvart aftur og aftur eru hæfileikar fólks.“ - Vísir

Advania hefur einnig hrundið af stað mánaðarlöngum nýsköpunardögum þar sem öflugir frumkvöðlar og sérfræðingar úr atvinnulífinu miðla sinni reynslu og þekkingu til starfsfólks Advania. Nýsköpunardögunum lýkur svo á nýsköpunarmóti þar sem starfsfólk fær tækifæri til þess að leysa sköpunarkraft sinn úr læðingi í heilan dag og móta hugmynd sem þau telja vera heillvænlega fyrir íslenskt atvinnulíf, Í lok dags kynna þau hugmyndir sínar fyrir dómnefnd.

,,Margar af okkar bestu lausnum hafa litið dagsins ljós vegna þess að starfsfólk hefur fengið frábærar hugmyndir . Við hlökkum því til að sjá hvað kemur út úr þessari vinnu og vonandi getum við lært eitthvað nýtt í þessu ferli,” segir Ægir Már.

Fleiri fréttir

Fréttir
01.11.2025
Það var gleðistund þegar Advania afhenti Vísindagörðum fyrstu NVIDIA DGX Spark ofurtölvuna. Mikil eftirvænting hefur ríkt hér á landi enda er um að ræða nýjustu og minnstu ofurtölvu tæknirisans NVIDIA, sannkallaða byltingu í gervigreindarvinnslu.
Fréttir
30.10.2025
Advania hélt vikulega viðburði í Öryggisoktóber í ár. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessum viðburðum með okkur. Það er einstaklega ánægjulegt að sjá að margir eru með augun á netöryggismálum í Öryggisoktóber og láta sig þessi mál varða. Það var þétt setið á viðburðunum og hundruð fylgdust með útsendingum og fræddust um þennan mikilvæga málaflokk.
Blogg
30.10.2025
Það hefur ríkt mikil eftirvænting á meðal fyrirtækja á Íslandi eftir NVIDIA DGX Spark. Nýjustu og minnstu ofurtölvu NVIDIA sem nú er komin í sölu hjá Advania. Vélin, sem býður upp á petaflopp af afköstum í borðtölvuformi, hefur verið kölluð bylting í gervigreindarvinnslu og vakið gríðarlega athygli á heimsvísu.
Viltu vita meira?

Tölum saman

Viltu vita meira? Sendu okkur fyrirspurn.